1085. fundur

1085. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 19. apríl 2021 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir varaformaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:
1. 2005038 Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra óskar eftir upplýsingum um fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna á yfirstandandi ári eigi síðar en 1. júní nk. Eiga upplýsingarnar að kasta ljósi á þróun fjármála sveitarfélaga í kjölfar heimsfaraldursins. Sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er falið að senda umbeðin gögn.
2. 2104010 Stapi lífeyrissjóður fundarboð. Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn 5. maí nk. Byggðarráð tilnefnir sveitarstjóra sem fulltrúa sveitarfélagsins á fundinum.
3. Gilsbakki 5, úthlutun almennrar leiguíbúðar. Fyrir fundinum lágu 3 umsóknir um almenna íbúðir hjá sveitarfélaginu. Byggðarráð samþykkir að leigja Najeb Mohammad Alhaj Husin íbúðina, tímabundið til 1 árs.
4. Fundargerð 4. fundar starfshóps um fjölnota rými. Magnús V. Eðvaldsson og Björn Bjarnason komu til fundar og kynntu vinnu starfshópsins ásamt fundargerð 4. fundar um fjölnota rými í íþróttamiðstöðinni, haldinn þann 12. apríl sl. Byggðarráð þakkar Magnúsi og Birni greinargóða kynningu og þakkar starfshópi um fjölnota rými gott starf.
5. Staða ráðningarferlis byggingafulltrúa. Sveitarstjóri fór yfir stöðu ráðningarferlis um starf byggingafulltrúa. Byggðarráð leggur til að hætt verði við ráðningu byggingafulltrúa. Sveitarstjóra er falið að leita annarra leiða til úrlausnar á verkefnum byggingafulltrúa hjá sveitarfélaginu.

Samþykkt að taka á dagskrá:

6. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.

Var efnið á síðunni hjálplegt?