1091. fundur

1091. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 31. maí 2021 kl. 09:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson varaformaður, Þorleifur Karl Eggertsson varamaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

1. 2105047 Bréf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Lagt fram bréf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, en í því kemur fram að verknámsbygging skólans sé orðin of lítil miðað við þá starfsemi sem þar fer fram og fyrirhugað er að byggja við skólann. Áætluð heildarstærð viðbyggingar er 1200 m2. Endanleg kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir, en gróflega er áætlað að kostnaðurinn geti numið 720 milljónum króna. Verði af framkvæmdinni er hlutur ríkisins 60% en aðildarsveitarfélaganna 40% eða um 288 milljónir. Hlutur Húnaþings vestra er 17% af hluta aðildarsveitarfélaganna eða kr. 48.960.000. Byggðarráð fagnar frekari uppbyggingu á aðstöðu fyrir verknám í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og samþykkir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu.

2. 2105050 Bréf frá foreldrafélagi Leikskólans Ásgarðs. Foreldrafélag Leikskólans Ásgarðs óskar eftir styrk vegna vorhátíðar. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.

3. 2105045 Tjaldsvæðið Kirkjuhvammi, ársskýrsla. Lögð var fram til kynningar ársskýrsla tjaldsvæðisins í Kirkjuhvammi vegna ársins 2020.

4. Stöðuskýrsla teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19, lögð fram til kynningar.

5. Grunnskóli Húnaþings vestra dúkalögn. Björn Bjarnason kom til fundar. Ekkert tilboð barst í dúkalögn í viðbyggingu grunnskólans. Birni er falið að semja við Jón V. Hinriksson dúklagningamann um framkvæmdina á einingaverðum.

6. Björn Bjarnason og Ína Björk Ársælsdóttir gerðu grein fyrir hreinsunarátakinu sem staðið hefur yfir í sveitarfélaginu. Aukaopnun í Hirðu var vel nýtt. Einnig fór Ína Björk yfir skráningar í vinnuskólann, 52 einstaklingar eru skráðir í vinnuskólann sumarið 2021.

Samþykkt að taka á dagskrá:

7. Aðalfundarboð Veiðifélags Víðidalsár. Aðalfundur Veiðifélags Víðidalsár verður haldinn í Félagsheimilinu Víðihlíð mánudaginn 7. júní nk. Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum, en oddviti til vara.

8. Kynning á niðurstöðum starfshópa um fjölnota rými í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra og framtíðarsýn íþrótta- og útivistarsvæðisins í Kirkjuhvammi. Byggðarráð leggur til að haldinn verði kynningarfundur á niðurstöðum starfshópanna og felur sveitarstjóra að undirbúa og auglýsa fundinn.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:01

Var efnið á síðunni hjálplegt?