1093. fundur

1093. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 14. júní 2021 kl. 09:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður og Sigríður Ólafsdóttir, varamaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Bréf frá forsætisráðuneytinu. Lagt fram til kynningar bréf frá forsætisráðuneytinu vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni. Með bréfinu er verið að hvetja sveitarfélög og stofnanir þeirra til að taka höndum saman með ábyrgðaraðilum og stýrihóp forsætisráðuneytis og koma áætluninni til framkvæmdar.
  2. Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Lögð fram aðgerðaáætlun 2021-2025 um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, sbr. þingsályktun nr. 37/150. Í aðgerðaráætluninni er sérstök áhersla á að forvanir verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum, einnig í starfi frístundaheimila og félagsmiðstöðva. Byggðarráð vísar aðgerðaáætluninni til umsagnar félagsmálaráðs og fræðsluráðs.
  3. 2105017 Framhaldsaðalfundur Landskerfis bókasafna hf. Fundarboð framhaldsaðalfundar Landskerfis bókasafna hf. mánudaginn 28. júní nk. lagt fram til kynningar.
  4. Leigusamningur við Nova. Lögð fram drög að leigusamningi á milli Húnaþings vestra og Nova hf. vegna afnota Nova af 2m2 hluta af þaki/gafli Klapparstígs 4 til að koma fyrir lofnetum og tilheyrandi búnaði. Byggðarráð samþykkir drögin og felur sveitarstjóra undirritun hans.
  5. 2106024 Umsókn um lóðina Norðurbraut 10. Ragnheiður Sveinsdóttir sækir um lóðina Norðurbraut 10. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn.
  6. Fundargerð 67. fundar stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.
  7. Ljósleiðari Heggstaðanes og Hrútafjörður. Eftirfarandi tilboð bárust í ljósleiðara í Heggstaðanesi og Hrútafirði austur.

Ljósleiðari Heggstaðanes 2021

     

Nöfn bjóðenda

Tilboðsupphæð (kr. m/vsk)

 

Hannes Hilmarsson kt. 050469 3289

 

11.729.920

137,8%

Tengir ehf. kt. 660702 2880 fylgigögn fylgja og óskar tilboðsgjafi eftir að þau verði ekki skoðuð nema tilboð hans komi til álita.

 

10.047.888

118,0%

Leirhús Grétu ehf. kt. 700301-2490

 

7.501.474

88,1%

Vinnuvélar Símonar kt. 510200-3220

 

9.200.060

108,1%

Kostnaðaráætlun Káraborg ehf.

8.511.800

100,0%

Ljósleiðari Hrútafjörður austur 2021

   

Nöfn bjóðenda

Tilboðsupphæð (kr. m/vsk)

 

Hannes Hilmarsson 050469 3289

 

23.142.750

127,5%

Tengir ehf. kt. 660702 2880 fylgigögn fylgja og óskar tilboðsgjafi eftir að þau verði ekki skoðuð nema tilboð hans komi til álita.

 

19.336.250

106,6%

Vinnuvélar Símonar kt. 510200-3220

 

19.215.000

105,9%

Kostnaðaráætlun Káraborg ehf.

18.145.000

100,0%

 

Byggðarráðs samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur. Ljósleiðari Heggstaðanes, Leirhús Grétu ehf. Ljósleiðari Hrútafjörður austur, Vinnuvélar Símonar ehf.

8.  Atvinnu- og nýsköpunarsjóður. Lögð fram drög að úthlutunarreglum Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra. Byggðarráðið samþykkir reglurnar og felur sveitarstjóra að auglýsa eftir umsóknum úr sjóðnum fyrir árið 2021.

9. Grunnskóli Húnaþings vestra, Björn Bjarnason rekstarstjóri kom til fundar. Björn fór yfir stöðuna á framkvæmdum við viðbyggingu grunnskólans. Verkið er á áætlun og gert er ráð fyrir að fyrri áfangi verði tekin í notkun í ágúst. Byggðarráð þakkar Birni greinargóða yfirferð.

10. Ína Björk Ársælsdóttir umhverfisstjóri kom til fundar og fer yfir verkefnin sem eru framundan í sumar. Byggðarráð þakkar Ínu Björk greinargóða yfirferð.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:05

Var efnið á síðunni hjálplegt?