Afgreiðslur:
1. Fundargerð 219. fundar fræðsluráðs frá 23. júní sl. Fundargerð í 3 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
2. Fundargerð 184. fundar landbúnaðarráðs frá 23. júní sl. Fundargerð í 6 liðum.
Dagskrárliður 1 úthlutun fjármagns til viðhalds samgönguleiða. Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 4 minnisblöð vegna flutnings Efri- og Neðri-Fitja í fjallskiladeild Miðfirðinga. Afgreiðsla landbúnaðarráðs borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
3. Fundargerð fjallskilastjórnar Víðdælinga frá 10. júní sl. lögð fram til kynningar.
4. Fundargerð fjallskilastjórnar Miðfirðinga frá 10. júní sl. lögð fram til kynningar.
5. Fundargerð fjallskilastjórnar Víðdælinga frá 8. júní sl. lögð fram til kynningar.
6. Lagt fram erindi frá Þjóðleikhúsinu. Í haust mun Þjóðleikhúsið fara í leikferð um landið með sýningu fyrir ungt fólk. Þjóðleikhúsið er í samstarfi við Skúnaskrall og er hluti af barnamenningarhátíð sem haldinn verður í haust á Norðurlandi vestra. Þjóðleikhúsið óskar eftir samstarfi um rými til að sýna í. Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
7. Lagt fram bréf frá Tónlistarskólanum á Akureyri dagsett 6. júní sl. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms nemanda á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Byggðarráð samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. greinar reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumuni nemenda frá árinu 2011.
8. Lagt fram bréf frá Heiðrúnu Nínu Axelsdóttur dagsett 11. júní sl. þar sem hún óskar eftir því við sveitarfélagið að taka þátt í námskostnaði vegna framhaldsnáms í þverflautuleik hjá Tónlistarskóla Sigursveins. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.
9. Lögð fram umsókn frá Ellý Rut Halldórsdóttur um námsstyrk samkvæmt reglum um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra. Byggðarráð samþykkir umsókn um námsstyrk og felur sveitarstjóra að gera samning um þar sem fram kemur áætlaður styrkur vegna námsins.
10. Lögð fram drög að reglum um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja og felur sveitarstjóra að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.
11. Veiðifélag Miðfirðinga aðalfundarboð. Sveitarstjóra falið að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins og oddviti til vara.
12. Lögð fram til kynningar skýrsla um móttöku og varðveislu rafrænna gagna sem unnin var af Hérðasskjalasafni Austur-Húnavatnssýslu, Héraðsskjalasafni Húnaþings vestra og Héraðsskjalasafni Skagfirðinga með stuðningi frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
13. Fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kyningar.
14. Stöðuskýrsla nr. 16 teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 lögð fram til kynningar.
Bætt á dagskrá:
15. 90 ára afmæli Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga. Í dag, mánudaginn 28. júní fagnar Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga 90 ára afmæli. Öflugt íþrótta- og tómstundastarf er hverju samfélagi dýrmætt og gegnir USVH mikilvægu hlutverki í sveitarfélaginu. Í tilefni tímamótanna samþykkir byggðarráð að veita Ungmennasambandi Vestur-Húnvetninga 500.000 kr. styrk til áhaldakaupa. Byggðarráð þakkar USVH óeigingjarnt starf í þágu samfélagsins og óskar því velfarnaðar til framtíðar.
Fjárhæðin færist af liðnum ófyrirséður kostnaður.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:35