Afgreiðslur:
1. Fundargerð 30. fundar veituráðs frá 29. júní sl. Fundargerð í 8 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
2. Fundargerð 334. fundar skiplags- og umhverfisráðs frá 8. júlí sl. Fundargerð í 8 liðum.
Dagskrárliður 1, erindi nr. 2105016 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, erindi nr. 2106045 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 3, erindi nr. 2106007 borinn undir atkvæði og samþykktur með 2 atkvæðum. Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Dagskrárliður 5, erindi 2103018 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 8, erindi nr. 2107024 borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
3. Fundargerð 225. fundar félagsmálaráðs frá 7. júlí sl. Fundargerð í 5 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
4. Lagður fram til samþykktar ársreikningur Reykjaeigna ehf. fyrir árið 2020. Byggðarráð samþykkir reikninginn og undirritar.
5. 2106013 lagt fram bréf frá Guðnýju Kristínu Guðnadóttur dags. 1. júní sl. þar sem hún óskar eftir námsstyrk til að sækja framhaldsnám við Háskóla Íslands í menntunarfræði leikskóla. Byggðarráð samþykkir umsókn um námsstyrk og felur sveitarstjóra að gera samning þar sem fram kemur áætlaður styrkur vegna námsins.
6. 2105033 Fundargerð aðalfundar Selaseturs Íslands, lögð fram til kynningar.
7. Lagðar fram umsóknir í Húnasjóð 2020. Níu umsóknir bárust, þar af sex sem uppfylltu skilyrði til úthlutunar. Byggðarráð samþykkir að veita eftirtöldum umsækjendum styrk úr Húnasjóði árið 2021.
Ása Berglind Böðvarsdóttir B.S. nám í sálfræði
Fríða Björg Jónsdóttir B.S. nám í viðskiptafræði
Inga Rósa Böðvarsdóttir B.S. nám í almennri hagfræði
Lóa Dís Másdóttir, atvinnuflugnám
Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir B.S. nám í hjúkrunarfræði
Þórdís Helga Benediktsdóttir B.S. nám í viðskiptafræði
Styrkfjárhæð á hvern styrkþega er kr. 100.000.
Bætt á dagskrá:
8. Persónuverndarfulltrúi. Þar sem núverandi persónuverndarfulltrúi hefur látið af störfum samþykkir byggðarráð að tilnefna Elínu Jónu Rósinberg sem persónuverndarfulltrúa Húnaþings vestra.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:08