1101. fundur

1101. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 6. september 2021 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður, Sveinbjörg Rut Pétursdóttir, varamaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. 2109001 Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem stjórn sambandsins hvetur sveitarfélög til að hefja undirbúning innleiðingar laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Byggðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að hefja undirbúning að innleiðingu.
  2. 2108059 Lagt fram bréf frá Tónlistarskólanum á Akureyridagsett 20. ágúst sl. þar sem óskað er eftir að lögheimilissveitarfélag greiði kostnað vegna tónlistarnáms nemanda á grundvelli samkomulags sem ríki og sveitarfélög undirrituðu árið 2011 um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumun nemenda. Byggðarráð samþykkir erindið sem fellur undir 1. gr. auk 7. greinar reglna um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnáms og jöfnunar á aðstöðumuni nemenda frá árinu 2011.
  3. 2108007 Ósk um stuðning vegna námsvistar í FÍH, afgreiðslu frestað á 1100. fundi byggðarráðs. Svar hefur borist frá tónlistarskóla FÍH, kalla þarf eftir frekari upplýsingum, afgreiðslu málsins frestað.
  4. 2108055 Fundargerð 900. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, lögð fram til kynningar.
  5. Fundargerð 436. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands, lögð fram til kynningar.
  6. Ársreikningur Reykjatanga ehf., lagður fram til kynningar.
  7. Lagt fram til kynningar bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem sveitarfélögum er veitt færi á að veita umsögn um tillögu að nýjum leiðbeiningum er varða breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 96/2021. Þar sem m.a. eru víkkaðar heimildir sveitarfélaga til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt með rafrænum hætti í fundum sveitarstjórar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga.
  8. Viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2021. Viðaukinn felur í sér styrk til tækjakaupa í tilefni 90 ára afmælis USVH, viðgerð á bifreið Brunavarna Húnaþings vestra, hækkun á greiðslum húsaleigubóta, hækkun á rekstrarkostnaði aksturs dagvistar aldraðra og aukins launakostnaðar í leikskóla, tónlistarskóla og embættis byggingarfulltrúa m.a. vegna langtímaveikinda og fjölgun leikskólabarna. Á móti kostnaði er lækkun á ófyrirséðum kostnaði og fjárhagsaðstoð. Viðaukinn leiðir til lækkunar á handbæru fé um kr. 42.157.000.
    Byggðarráð samþykkir tillögu að viðauka með þremur atkvæðum og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
  9. Kjörskrá til alþingiskosninga 25. september 2021. Varaformaður lagði fram eftirfarandi tillögu „Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkir framlagða kjörskrá vegna alþingiskosninga þann 25. september 2021. Á kjörskrá eru 858 einstaklingar. Byggðarráð felur sveitarstjóra undirritun og framlagningu kjörskrár. Byggðarráð veitir sveitarstjóra jafnframt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram að kjördegi vegna alþingiskosninganna 25. september nk. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

Bætt á dagskrá:

 

   10.  Lögð fram til kynningar fundargerð fjallskilastjórnar fyrrv. Bæjarhrepps frá 26. ág. sl.

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:58.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?