1103. fundur

1103. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 20. september 2021 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson, formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri.

 

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1. 2109034 Umsókn um lóð. Hermann Grétar Jakobsson sækir um byggingarlóð undir íbúðarhúsnæði að Lindarvegi 6. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn.
2. 2109039 Úttekt á Brunavörnum Húnaþings vestra 2021. Jóhannes Kári Bragason slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Fyrir fundinum lá niðurstaða úttektar á Brunavörnum Húnaþings vestra sem framkvæmd var af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) 23. ágúst sl. ásamt leiðbeiningum um þau atriði sem þarfnast úrbóta. HMS óskar eftir áætlun um úrbætur við athugasemdum stofnunarinnar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við slökkviliðsstjóra.
3. 2109036 Lagt fram til kynningar bréf frá Norðurá dagsett 17. september sl. Á aðalfundi Norðurár bs. voru kynnt frumdrög að áætlun um brennsluofn fyrir dýrahræ. Þar var einnig rætt um mikilvægi þess að sveitarstjórnir á þjónustusvæði Norðurár bs. móti sér reglur um meðhöndlun þessa úrgangsflokks og hafi samráð um setningu gjaldskrár fyrir hann. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga þar sem því er beint til sveitarstjórna á Norðurlandi sem hafa ekki nú þegar tekið upp reglubundna söfnun á dýrahræum og mótað gjaldskrá þar um að horfa til verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022.
4. Lagt fram bréf frá Unicef og félags- og barnamálaráðherra um barnvæn sveitarfélög og innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í verkefninu fyrir árið 2022 og býðst öllum sveitarfélögum að taka þátt í verkefninu. Byggðarráð leggur til að Húnaþing vestra sæki um þátttöku í verkefninu.
5. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur fengið styrk úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við innleiðingu heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum. Umsókn um þátttöku er til 15. október.

Bætt á dagskrá:
6. Skipan í Ungmennaráð Húnaþings vestra. Í ungmennaráði sitja 7 fulltrúar og tilnefnir sveitastjórn Húnaþings vestra tvo aðalfulltrúa og tvo til vara. Byggðarráð Húnaþings vestra leggur til að í Ungmennaráði 2021-2023 sitji fyrir hönd sveitarfélagsins, Patrekur Óli Gústafsson og Jenný Dögg Ægisdóttir. Til vara Viktor Ingi Jónsson og Dagrún Sól Barkardóttir.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:41.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?