Afgreiðslur:
1. 21011003 Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni. Lagt fram minnisblað frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt skýrslu um þróun húsnæðisuppbyggingar á landsbyggðinni. Einnig var lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni. Óskað er eftir að sveitarfélög taki afstöðu til hugmyndarinnar fyrir lok október. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
2. 2109050 Lagt fram boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sem haldinn verður 6. október nk. Sveitarstjóra falið að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
3. Lagt fram boð á 5. haustþing SSNV sem haldið verður þann 22. október nk. í Félagsheimilinu á Blönduósi.
4. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem farið var yfir stöðu jafnlaunavottunar hjá sveitarfélögum og þau sveitarfélög sem ekki hafa hlotið jafnlaunavottun hvött til að öðlast hana sem fyrst.
5. Lögð fram til kynningar fundargerð 437. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 16. september sl.
Bætt á dagskrá:
6. Viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2021. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 60.000.000. Viðaukinn er gerður þar sem meira verður framkvæmt í viðbyggingu grunnskólans en áætlað var á þessu ári. Þannig færist hluti framkvæmda sem áætlaður var á næsta ári yfir á líðandi ár. Viðaukann má einnig rekja til þess að í áætlunum var ekki gert ráð fyrir kostnaði við tengingu milli eldri byggingar og nýbyggingar. Viðaukinn leiðir til lækkunar á handbæru fé um kr. 60.000.000.
Byggðarráð samþykkir tillögu að viðauka með þremur atkvæðum og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7. Lögð fram til kynningar fundargerð 901. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. september sl.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:41