1110. fundur

1110. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 18. október 2021 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, varaformaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

 

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. 2110027 Lagt fram erindi frá Strandabyggð þar sem kynntar eru niðurstöður valkostagreiningar varðandi hugsanlega sameiningu Strandabyggðar við önnur sveitarfélög, sem unnin var af RR ráðgjöf. Gögnin eru send þeim sveitarfélögum sem nefnd eru í valkostagreiningunni og óskað er eftir afstöðu þeirra til viðræðna um sameiningu við Strandabyggð. Um er að ræða Árneshrepp, Kaldrananeshrepp, Reykhólahrepp, Dalabyggð og Húnaþing vestra. Miðað við fyrirliggjandi gögn sér byggðarráð ekki fram á beinan ávinning Húnaþings vestra af þeim sameiningarkostum sem kynntir eru. Til að meta hugsanlega framtíðarsameiningarkosti telur byggðarráð þörf á frekari viðræðum milli sveitarfélaganna.
  2. 2110022 Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna þátttöku í stafrænu samstarfi sveitarfélaga 2022. Í erindinu er farið yfir sameiginleg verkefni sem eru framundan og skiptingu á annars vegar grunnframlagi og hins vegar verkefnaframlagi. Óskað er eftir að sveitarfélög skrái sig til þátttöku í verkefnum fyrir 1. nóvember n.k. Byggðarráð leggur til að Húnaþing vestra verði fullur þátttakandi í verkefninu og vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
  3. Lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu vegna breytinga á reglugerð 1212/2015. Í reglugerðinni er fjallað um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Tilgangur bréfsins er tvíþættur. Annars vegar að minna sveitarfélög á framangreinda reglugerðarbreytingu og hins vegar að hvetja sveitarfélög til að hafa samband við nefndina ef upp koma álitaefni um framkvæmd þeirra reikningsskila sem ákvæðið felur í sér.
  4. 2110023 Lögð fram til kynningar fundargerð 69. fundar stjórnar SSNV.
  5. 2110024 Lögð fram til kynningar starfsskýrsla Skólabúðanna á Reykjum veturinn 2020-2021.
  6. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.

 

 

 

 

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:00

 

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?