1113. fundur

1113. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 8. nóvember 2021 kl. 11:50 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, varaformaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

 

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. 2111021 Lagt fram til kynningar bréf frá Húnavatnshreppi þar sem sveitarstjóra var falið að kynna fyrir hagsmunaðilum nýsamþykkta stefnumörkun í ferðaþjónustu í Húnavatnshreppi.
  2. 2111013 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt var ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál sem stjórn sambandsins tók undir á fundi sínum 29. október sl. Þar er skorað á stjórn sambandsins að beita sér fyrir fullri viðurkenningu ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun með því að ríkisvaldið skilgreini sveitarfélögum tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Jafnframt þarf að tryggja leiðir til að fjármagna þjónustu við fötluð börn á leikskólum og þau börn sem hafa annað móðurmál en íslensku, t.d.með jöfnunarframlögum.
  3. 2111011 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem stjórn sambandsins felur framkvæmdastjóra að kynna fyrir sveitarfélögum boð frá Landvernd til kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélaga um þátttöku á námskeiðinu Loftslagsvernd í verki. Námskeiðið er valdeflandi ferli fyrir hvern sem er til þess fræðast um loftslagsmálin og finna sínar eigin leiðir sem henta til þess að draga úr eigin kolefnisspori og hvetja aðra til dáða. Námskeiðið er unnið í hópum og tekur a.m.k. 6 vikur að klára með vikulegum stuttum hópafundum og gagnvirkri þátttöku í Vefskóla Landverndar.
  4. 2111022 Lagt fram erindi frá Karli Örvarssyni og Halldóru Árnadóttur rekstraraðila Skólabúðanna Reykjaskóla þar sem þau lýsa áhuga á að kaupa eignir, skólastjórabústað og skólahús barnaskóla Staðarhrepps. Óska þau eftir fundi með sveitarstjórn vegna málsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra að boða fulltrúa Skólabúðanna til fundar.
  5. 2111012 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis. Þar hvetur stjórn sambandsins sveitarstjórnir um allt land að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka gildi 1. janúar 2023. Aukið samstarf sveitarfélaga og meiri samræming í söfnun og annarri meðhöndlun úrgangs eru án efa lykilþættir til að ná sem mestri hagkvæmni í þeim breytingum sem framundan eru í úrgangsmálum. Stjórnin væntir þess að sambandið geti orðið leiðandi í þeirri þróun, í góðu samstarfi við önnur stjórnvöld sem að málinu koma. Sveitarfélög þurfa að endurskoða þau stjórntæki sem þau hafa á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs, þ.e. svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs, samþykktir um meðhöndlun úrgangs og gjaldskrár fyrir úrgangsmeðhöndlun.
  6. 2111005 Lagt fram tilkynningar bréf frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt er um niðurfellingu Fjarðarhornsvegar nr. 6494-01 af vegaskrá.
  7. 2101119 Lögð fram til kynningar fundargerð 70. fundar SSNV.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:13

 

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?