1114. fundur

1114. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 15. nóvember 2021 kl. 09:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, varaformaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

 

 

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

 

 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1. 2111022 Skólabúðirnar Reykjaskóla. Karl Örvarsson kom til fundar og rætt var um húnsæði gamla barnaskóla Staðarhrepps og skólastjórabústað sem Karl Örvarsson og Halldóra Árnadóttir hafa óskað eftir að kaupa af sveitarfélaginu. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu.
2. Hönnun lóðar við Grunnskóla Húnaþings vestra. Björn Bjarnason og Sigurður Þór Ágústsson komu til fundar og fóru yfir hönnun skólalóðar Grunnskóla Húnaþings vestra. Byggðarráð þakkar greinargóða yfirferð.
3. 2111023 Lagt bréf frá Stígamótum dagsett 3. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir fjárstuðningi og samstarfi um rekstur Stígamóta. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni en hvetur Stígamót til að senda tímanlega inn erindi fyrir fjárhagsáætlun 2023.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:06

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?