Afgreiðslur:
1. Lagður fram tölvupóstur frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 16. nóvember sl. þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitir sveitarstjórnum tímabundna heimild til að ákveða að sveitarstjórnarmönnum sé heimilt að taka þátt í fundum sveitarstjórna eða nefnda og ráða á vegum sveitarfélaga í fjarfundi, þrátt fyrir að um annað sé getið í samþykktum þeirra. Heimildin gildir til 31. janúar 2022.
2. 2111031 Lögð fram til kynningar bókun byggðarráðs Skagafjarðar frá 990. fundi 17. nóvember sl. um málefni fatlaðs fólks á Norðurland vestra.
3. 2111045 Lagt fram minnisblað og sundurliðuð fjárhagsáætlun frá Sveitarfélaginu Skagafirði vegna málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra. Byggðarráð ítrekar áhyggjur af auknum kostnaði við rekstur málaflokksins. Að óbreyttu ræður sveitarfélagið ekki við rekstur málefna fatlaðs fólks til lengri tíma og því er mikilvægt að aukið fjármagn komi frá ríkinu til málaflokksins.
4. 2110050 Bréf frá Selasetri Íslands dags. 18. nóvember sl. þar sem tilkynnt er að Selasetur Íslands hyggst hafa upplýsingamiðstöð ferðamála opna allt árið líkt og kveðið er á um í samningi frá 2018. Áður hafði Selasetrið óskað eftir að víkja frá ákvæðum í samningnum þar sem Selasetrið skuldbatt sig til að reka upplýsingamiðstöð allt árið um kring, með breytilegum opnunartíma. Byggðarráð telur að með þessu haldi samningurinn gildi sínu en jafnframt óskar byggðaráð eftir upplýsingum nánari útfærslu á hvernig opnunartíma verði háttað árið 2022 áður en tekin er endanleg afstaða til málsins.
5. Lagt fram til kynningar bréf frá Menntamálastofnun þar sem upplýst er um breytingar á skólaumhverfi sveitarfélaga. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur falið Menntamálastofnun að taka við upplýsingum frá sveitarfélögum um stofnun nýrra leikskóla og þegar rekstri leikskóla er hætt. Stofnunin heldur einnig utan um slíkar upplýsingar vegna grunnskóla.
6. Lögð fram til kynningar fundargerð 439. fundar Hafnarsambands Íslands frá 12. nóvember sl.
7. Viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2021. Sveitarstjóri og sviðsstjóri- fjármála og stjórnsýslusviðs leggja fram tillögu að viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð kr. 12.690.000.
Viðaukinn er eftirfarandi:
Jöfnunarsjóður, hækkun framlaga kr. 32,4 millj.
Íþróttamiðstöðin, laun og launat.gj. kr. -7,55 millj.
Málefni fatlaðra, Sveitarfélagið Skagafj. kr. -12,16 millj.
Viðaukinn leiðir til hækkunar á handbæru fé um kr. 12,69 millj.
Áætlað framlag Jöfnunarsjóðsins hefur hækkað vegna ársins 2021. Stytting vinnuvikunnar í íþróttamiðstöðinni hefur reynst kostnaðarmeiri en upphaflega var gert ráð fyrir. Málefni fatlaðs fólks fara fram úr upphaflegri fjárhagsáætlun 2021 hins leiðandi sveitarfélags.
Byggðarráð samþykkir tillögu að viðauka nr. 5 með þremur atkvæðum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8. Lögð fram drög að samstarfssamningi um sameiginlegt embætti byggingar- og skipulagsfulltrúa í Húnavatnssýslum. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að vinna að nánari útfærslu kostnaðarskiptingar í samráði við þátttökusveitarfélög.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:32