Afgreiðslur:
1. 2112003 Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna breytingar á skipulagi barnavernda. Breytingin felur m.a. í sér að barnaverndanefndir verða lagðar niður og í stað þeirra verða starfræktar tvær aðskildar einingar á vettvangi sveitarfélaga, annars vegar barnaverndarþjónusta og hins vegar umdæmisráð barnaverndar.
2. 2111037 Lagt fram bréf frá sóknarnefnd Hvammstangakirkju þar sem óskað er eftir að hafinn verði undirbúningur að stækkun Kirkjuhvammskirkjugarðs og endurnýjunar á grindverki kirkjugarðsins. Samkvæmt lögum nr. 36/1993 er sveitarfélögum skylt að láta í té kirkjugarðsstæði og efni í girðingu. Byggðarráð felur rekstrarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við sóknarnefnd Hvammstangakirkju.
3. 2111052 Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar framkvæmdaráðs málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 29. nóvember sl.
4. 2112002 Lögð fram til kynningar fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
5. 2112004 Lögð fram til kynningar tilkynning um niðurfellingu Fjarðarhornsvegar nr. 6494-01 af vegaskrá.
6. Björn Bjarnason rekstrarstjóri kemur til fundar. Farið var yfir snjómokstur í sveitarfélaginu og rætt um mokstur á gangstéttum. Rekstrarstjóra falið að skoða möguleika og útfærslur á mokstri og söndun gangstétta á Hvammstanga.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:13