1121. fundur

1121. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 17. janúar 2022 kl. 09:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, varaformaður, Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. 2201023 Umsókn um lóðir. Óskar Einar Hallgrímsson h. hönd óstofnaðs félags sækir um byggingarlóðir undir íbúðarhúsnæði að Grundartúni 13, 15 og 17. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn.
  2. 2201021 Ósk um launalaust leyfi. Lagt fram bréf frá Þorbergi Guðmundssyni þar sem hann óskar eftir launalausu leyfi frá 1. apríl nk. þar sem hann hyggst ljúka námi í pípulögnum. Byggðarráð samþykkir að veita Þorbergi launalaust leyfi í eitt ár.
  3. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.

Bætt á dagskrá:

   4. Kjartan Sveinn Guðmundsson kom til fundar og kynnti hugmyndir að tónlistar- og listahátíð sem halda á Borðeyri í maí nk. Byggðarráð þakkar Kjartani Sveini fyrir kynninguna.

  5. 2201032 Umsókn um lóð. Guðrún Helga Magnúsdóttir sækir um byggingarlóð undir íbúðarhúsnæði að Lindarvegi 12. Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn.

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:01

Var efnið á síðunni hjálplegt?