1122. fundur

1122. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 24. janúar 2022 kl. 10:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, varaformaður, Magnús Magnússon, aðalmaður sem sat fundinn rafrænt.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. 2201042 Erindi frá Reykjatanga ehf. Lagt fram bréf frá Arnari Þór Stefánssyni f.h. Reykjatanga ehf. frá 19. janúar sl. þar sem óskað er eftir viðræðum við Húnaþing vestra um áframhaldandi rekstur Skólabúðanna á Reykjum til fimm ára.
  2. 2201045 Lagður fram til kynningar ársreikningur Jarðasjóðs V-Húnavatnssýslu fyrir árið 2020.
  3. 2201043 Lögð fram til kynningar fundargerð 72. fundar stjórnar SSNV.
  4. 2201038 Lögð fram til kynningar fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  5. Lóðaleigusamningar á Laugarbakka. Lögð fram drög að bréfi til lóðarleiguhafa á Laugarbakka. Byggðarráð samþykkir drögin með breytingum og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.
  6. Lögð fram til kynningar stöðuskýrsla nr. 18 uppbyggingarteymis félags- og atvinnumála.
  7. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:56

Var efnið á síðunni hjálplegt?