Afgreiðslur:
- 2201070 Lagt fram bréf frá Elínu Önnu Skúladóttur og Ara Guðmundi Guðmundssyni frá 29. janúar sl. þar sem þau upplýsa um að þau hafi náð samkomulagi við eiganda Núpsdalstungu um leigu á jörðinni til 5 ára til landbúnaðarnota. Óska þau eftir samþykki sveitarstjórnar Húnaþings vestra fyrir að þurfa ekki að hafa fasta búsetu í Núpsdalstungu.
Þar sem kaup á jörðinni Núpsdalstungu voru bundin ákveðnum skilyrðum að hálfu atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins vísar byggðarráð erindinu til matvælaráðuneytis, áður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Byggðarráð vísar jafnframt til fyrri umsagnar sveitarstjórnar vegna sölu á jörðinni Núpsdalstungu. Þar kom fram eindreginn vilji sveitarstjórnar að allar jarðir í sveitarfélaginu verði nýttar með það að markmiði að styðja við fjölbreytta atvinnusköpun, eflingu byggðar og styrkingu búsetu.
- 2201072 Lagt fram til kynningar bréf frá umboðsmanni barna þar sem umboðsmaður hvetur sveitarfélög til að virða rétt barna til þátttöku og áhrifa og til að innleiða að fullu ákvæði Barnasáttmála í allri framkvæmd og ákvarðanatöku á vettvangi þeirra.
- 2202001 Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar framkvæmdaráðs málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
- 2202009 Lögð fram til kynningar fundargerð 73. fundar stjórnar SSNV.
- Lagt fram til kynningar bréf frá Bjargi íbúðafélagi. Sveitarstjóra er falið að óska eftir frekari kynningu frá félaginu.
- Magnús Barðdal verkefnastjóri fjárfestinga hjá SSNV. Magnús kom til fundar gegnum fjarfundabúnað og fór yfir verkefni sem hann vinnur að. Byggðarráð þakkar Magnúsi fyrir greinargóða yfirferð.
- Drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Húnaþingi vestra. Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Húnaþingi vestra. Byggðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar til staðfestingar sveitarstjórnar.
Bætt á dagskrá:
7. Gunnar Páll Helgason kom til fundar og kynnti hugmynd að böðum við Hvammstangahöfn. Byggðarráð þakkar Gunnari Páli fyrir greinargóða kynningu.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 16:15