1126. fundur

1126. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 28. febrúar 2022 kl. 09:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, aðalmaður og Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:


1. 2202054 Lögð fram umsókn um byggingarlóð að Gilsbakka 1-3 á Laugarbakka frá Erni Arnarsyni. Byggðarráð samþykkir að úthluta Erni Arnarsyni lóðina að Gilsbakka 1-3 á Laugarbakka.
2. 2202053 Lögð fram gögn frá Bjargi íbúðarfélagi þ.á.m. drög að viljayfirlýsingu um samstarf um uppbyggingu leiguíbúða á Hvammstanga á grundvelli laga um húsnæðissjálfseignastofnanir. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita viljayfirlýsinguna.
3. 2202056 Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna samráðs- og upplýsingafunda með sveitarstjórnarmönnum. Byggðarráð hvetur sveitarstjórnarmenn til þátttöku í fundunum.
4. 2202051 Lagt fram bréf frá Lionsumdæminu á Íslandi þar sem biðlað er til sveitarfélaga styðja við átak Lions um til að tryggja framboð af leiðsöguhundum í landinu til nýrra notenda og til endurnýjunar þeirra hunda sem nú þegar eru til staðar. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
5. 2202035 Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Jónsdóttur og Menningarfélagi Húnaþings vestra dagsett 16. febrúar sl. þar sem hún óskar eftir að fá fría æfingaaðstöðu í félagsheimilinu frá 1. mars til 14. apríl nk. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um verkefnið.
6. 2202042 Lagður fram til kynningar ársreikningur Verslunarminjasafnsins á Hvammstanga.
7. 2202057 Lagt fram bréf frá Lánasjóði íslenskra sveitarfélaga dagsett 11. febrúar sl. þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
8. Lögð fram til kynningar fundargerð 442. fundar Hafnarsambands Íslands ásamt drögum að ársreikningi fyrir árið 2021.

Bætt á dagskrá.
9. Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarbók.


Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:06

Var efnið á síðunni hjálplegt?