Afgreiðslur:
1. Ráðning sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra. Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi Intellecta kom til fundar við aukið byggðarráð í gegnum fjarfundabúnað. Þrír umsækjendur voru um starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs: Oddur Sigurðarson, Rannveig Ernudóttir og Sigurður Þór Ágústsson. Thelma Kristín og sveitarstjóri fóru yfir ráðningarferlið og niðurstöður viðtala. Í framhaldi þess að aukið byggðaráð hefur kynnt sér öll gögn málsins er lögð fram eftirfarandi tillaga; „Aukið byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að ráða Sigurð Þór Ágústsson í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra til eins árs. Samhliða er Sigurði Þór veitt ársleyfi frá starfi skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
2. Ráðning leikskólastjóra Leikskólans Ásgarðs. Thelma Kristín Kvaran ráðgjafi Intellecta kom til fundar við aukið byggðarráð í gegnum fjarfundabúnað. Tveir umsækjendur voru um starf leikskólastjóra Leikskólans Ásgarðs: Guðný Kristín Guðnadóttir og Kristinn Arnar Benjamínsson. Thelma Kristín og sveitarstjóri fóru yfir ráðningarferlið og niðurstöður viðtala. Í framhaldi þess að aukið byggðaráð hefur kynnt sér öll gögn málsins er lögð fram eftirfarandi tillaga; „Aukið byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að ráða Kristinn Arnar Benjamínsson í starf leikskólastjóra Leikskólans Ásgarðs.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Bætt á dagskrá.
3. Afleysing skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra. Samkvæmt erindisbréfi aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra er hlutverk hans m.a. að vera staðgengill skólastjóra um lengri eða skemmri tíma og lýtur hann þá erindisbréfi fyrir skólastjóra. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að Eydís Bára Jóhannsdóttir taki tímabundið við stöðu skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra frá 1. júní nk. Þorleifur Karl Eggertsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:51.