Afgreiðslur:
1. 2205024 Ferðamálastofa, styrkveiting úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Lagt fram til kynningar bréf frá Ferðamálastofu þar sem tilkynnt er um styrkveitingu til Húnaþings vestra, að fjárhæð kr. 3.800.000, vegna „Hvammstangi – Dýralífs- og náttúruskoðun. Bætt öryggi og ásýnd.“ Byggðarráð þakkar styrkveitinguna og felur sveitarstjóra undirritun samningsins við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.
2. Samband íslenskra sveitarfélaga, brotthvarf úr framhaldsskólum.
Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, vegna rannsóknarskýrslunnar Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum, en Velferðarvaktin óskaði eftir því að stjórnin færi yfir tillögurnar og kynnti þær sveitarfélögunum.
a. Samantekt Velferðarvaktarinnar á tillögum sem koma fram í rannsóknarskýslunni Félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum lögð fram til kynningar.
1. Aukaársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra árið 2022.
Lagt fram til kynningar erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra þar sem upplýst er um að aukaársþing samtakanna verður haldið þann 21. júní nk. í fjarfundi. Húnaþing vestra á 5 fulltrúa á þinginu.
4. Samband íslenskra sveitarfélaga, sveitarfélagaskólinn.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt kynningu á sveitarfélagaskólanum sem er á stafrænu formi. Í sveitarfélagaskólanum er farið yfir helstu atriði er sveitarstjórnarfólk þarf að þekkja; m.a. starfsumhverfi, skyldur og hlutverk sveitarstjórna, fjármál sveitarfélaga og fleira. Byggðarráð hvetur nýkjörna sveitarstjórnafulltrúa að nýta sér þau námskeið sem sveitarfélagaskólinn hefur upp á að bjóða.
5. 2205025 Umsókn um lóð. Dagbjört Gunnarsdóttir sækir um byggingarlóð undir íbúðarhúsnæði að Teigagrund 7 á Laugarbakka.
Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn.
6. Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra, úthlutunarreglur.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi úthlutunarreglur og felur sveitarstjóra að auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn.
7. Lögð fram til kynningar fundargerð 77. fundar stjórnar SSNV, frá 10. maí sl.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:37