Afgreiðslur:
- Lagt fram minnisblað Eflu verkfræðistofu um sorphirðu í Húnavatnssýslum og tillögur að samræmingu. Byggðarráð felur rekstrarstjóra og sveitarstjóra að vinna málið áfram.
- Menntun til sjálfbærni. Lagt fram til kynningar erindi dags. 27. maí 2022 til sveitarstjórnar þar sem skorað er á sveitarstjórnir að styðja við skólafólk og gera sveitarfélagið að fyrirmynd annarra í lofslagsmálum og menntun til sjálfbærni.
- Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Lagt fram til kynningar erindi frá stjórn félags atvinnurekenda þar sem stjórnin ítrekar áskoranir sínar til sveitarfélaga að lækka álagningaprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023.
- Lagt fram bréf frá Félagi eldri borgara 31. maí sl. Afgreiðslu frestað.
- Reykjaeignir ehf. Í forföllum Björns Bjarnasonar fór sveitarstjóri yfir fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar. Sveitarstjóra þökkuð greinargóð yfirferð og er honum ásamt rekstarstjóra falið að kostnaðargreina fyrirhugaðar framkvæmdir og leggja fyrir byggðarráð.
Bætt á dagskrá:
6. Lagt fram bréf frá Rafni Benediktssyni f.h. húsnefndar Ásbyrgis þar sem hann óskar eftir fjárstuðningi vegna viðgerða á frárennsli í félagsheimilinu Ásbyrgi. Byggarráð getur ekki orðið við erindinu en felur sveitarstjóra að ræða við Rafn um lán til húsfélagsins vegna framkvæmdarinnar.
7. Lagt fram bréf frá innviðaráðuneytinu 6. júní sl. þar sem fulltrúum frá sveitarfélaginu er boðin þátttaka á vinnustofu um almenningssamgöngur sem fram fer á Teams 15. júní nk. Byggðarráð leggur til að Magnús Magnússon og Elín Lilja Gunnarsdóttir sitji vinnustofuna fyrir hönd sveitarfélagsins.
8. Breyting á skráningu á Hvammstangabraut 10, Sólland. Byggðarráð felur sveitarstjóra að sækja um breytingu á skráningu á Hvammstangabraut 10 úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Í framhaldi verði húsið auglýst til sölu með afhendingu í september nk.
9. Málefnasamningur B-lista framsóknar og annarra framfarasinna og D-lista sjálfstæðismanna og óháðra. Magnús Magnússon kynnti samninginn munnlega.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:42