1138. fundur

1138. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 20. júní 2022 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Fundargerð skipulags- og umhverfisráðs.

Fundargerð 345. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 2. júní sl. Fundargerð í 4 liðum.

Dagskrárliður 1, erindi nr. 2205026, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.

Dagskrárliður 2, erindi nr. 2205027, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.

Dagskrárliður 3, erindi nr. 205039. Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Byggðarráð samþykkir stofnun lóðar úr landi Stóra-Ós, l.nr. 144157. Lóðin fái nafnið Norðurbrautarland.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

Dagskrárliður 4, erindi nr. 2205041, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.

Fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

2.   2206029 Erindi frá Kolbrúnu Grétarsdóttur og Jóhanni Albertssyni.

Lagt fram erindi frá Kolbrúnu Grétarsdóttur og Jóhanni Albertssyni þar sem þau fara þess á leit við byggðarráð að taka upp skipulag svo að Eyrarlandi 2 verði breytt úr iðnaðarlóð í íbúðarlóð.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:

„Byggðarráð vísar til skipulags- og umhverfisráðs að endurskoða breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna umsóknar Kolbrúnar Grétarsdóttir og Jóhanns Albertssonar sem sækja um fyrir hönd Gabriele Boiselli. Málið var áður á dagskrá skipulags- og umhverfisráðs þann 5. maí sl.

Um er að ræða breytingar á svæði sem er merkt AT3 í gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi við Búland Hvammstanga úr athafnasvæði yfir í íbúðabyggð. Svæði liggur neðst við sjávarbakkan norðan Eyrar L144421.“

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

3.   2206034 Lagt fram erindi frá meistaraflokksráði Kormáks/Hvatar í fótbolta. Í erindinu sækir ráðið um að handhafar árskorts meistaraflokksráðsins fái frítt í sund í Íþróttamiðstöð Húnaþings vestra á öllum heimaleikjum sumarið 2022, gegn framvísun árskorts.

Byggðarráð samþykkir erindið með 3 atkvæðum.

4.   2206035 Lagt fram fundarboð aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn verður miðvikudaginn 29. júní nk. Forstöðumanni safna falið að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.   Lagt fram til kynningar boð á aukaársþing SSNV sem haldið verður 28. júní nk.

6.    Viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslu leggja fram tillögu að viðauka nr. 3 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.000.000. Á 352. fundi sveitarstjórnar var skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir tilboðum í endurskoðun deiliskipulags austan Norðurbrautar. Kostnaður vegna þeirrar vinnu er samtals kr. 1.800.000.

Kostnaður vegna uppsetningar á verklegum náttúrufræði-, myndmennta- og textílstofum í Grunnskóla Húnaþings vestra er kr. 1.200.000.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs setja þennan hluta viðauka 3 fram, með fyrirvara um að 8. dagskrárliður verði samþykktur.

Ófyrirséð lækkar um sömu fjárhæð og því hefur viðaukinn ekki áhrif á áætlaða rekstrarafkomu Húnaþings vestra árið 2022.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

7.   2204022 Lagt fram verðtilboð vegna breytinga á skipulagi austan Norðurbrautar að upphæð kr. 1.800.000.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tilboð frá Landmótun með 3 atkvæðum.

8.   Lagt fram erindi frá skólastjóra Grunnskóla Húnaþings vestra þar sem óskað er eftir framlagi upp á kr. 1.200.000 til að koma náttúrufræði-, myndmennta- og textílstofum í gagnið á haustmánuðum. Byggðarráð samþykkir erindið með 3 atkvæðum.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:58.

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?