Afgreiðslur:
- 2206031 Lagt fram bréf frá Dagrúnu Sól Barkardóttur frá júní sl. þar sem hún óskar eftir námsstyrk vegna B.Ed. náms í kennarafræðum. Jafnframt er lögð fram umsögn yfirmanns sbr. 2. gr. reglna um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra. Með vísan í áðurnefndar reglur um námsstyrki getur byggðarráð ekki orðið við erindinu að þessu sinni. Magnús Vignir Eðvaldsson sat hjá við afgreiðslu erindisins.
- 2206032 Lagt fram bréf frá Viktor Inga Jónssyni frá júní sl. þar sem hann óskar eftir námsstyrk vegna B.Ed. náms í kennarafræðum. Jafnframt er lögð fram umsögn yfirmanns sbr. 2. gr. reglna um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra. Með vísan í áðurnefndar reglur um námsstyrki getur byggðarráð ekki orðið við erindinu að þessu sinni. Magnús Vignir Eðvaldsson sat hjá við afgreiðslu erindisins.
- 2206061 Lagt fram til kynningar bréf frá Birgi Jónassyni lögreglustjóra á Norðurlandi vestra vegna aðgerðastjórnar almannavarna í héraði á Norðurlandi vestra. Í bréfinu gerir lögreglustjóri grein fyrir að koma þurfi upp viðunandi aðstöðu og búnaði fyrir aðgerðastjórn innan umdæmisins. Lausleg kostnaðargreining liggur fyrir sem er um kr. 1400 á íbúa.
- 2206048 Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga 22. júní sl.
- 2206051 Lagt fram bréf frá Félagi kraftamanna þar sem óskað er eftir stuðningi við Norðurlandsjakann 2022. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
- 2206040 Lagt fram bréf frá samningshöfum um grenjavinnslu þar sem óskað er eftir hækkun á greiðslum fyrir hvert vegið dýr vegna aukins kostnað við veiðarnar. Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni en vísar því til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.
- 2207002 Fundargerð 910. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
- 2207002 Fundargerð 911. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
- Lagðar fram til kynningar reglur um stuðning við hafnarsjóði til að mæta kostnaði við rekstur fordæmisgefandi dómsmála.
- Ráðning sveitarstjóra, sbr. 46. gr. samþykkta um stjórn Húnaþings vestra. Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu.
„Byggðarráð samþykkir að ráða Unni Valborgu Hilmarsdóttur sem sveitarstjóra Húnaþings vesta kjörtímabilið 2022-2026 jafnframt er lagður fram samningur við sveitarstjóra.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:23.