Afgreiðslur:
1. 2207006 Umsókn um námsstyrk.
Lögð fram beiðni frá Sabah Mostafa, þar sem hún óskar eftir námsstyrk vegna B.Ed. náms í leikskólafræðum. Jafnframt er lögð fram umsögn yfirmanns sbr. 2. gr. reglna um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra.
Í samræmi við 5. og 6. gr. reglna um námsstyrki til starfsmanna Húnaþings vestra, samþykkir byggðarráð umsóknina. Sveitarstjóra er falið að gera samning við Sabah þar sem meðal annars kemur fram fjárhæð styrkjarins, vegna 4. gr. fyrrnefndra reglna.
2. 2207005 Bréf frá Ragnheiði S. Jóhannsdóttur.
Með bréfi dagsettu þann 30. júní sl. segir Ragnheiður upp leigu á herbergi í Félagsheimilinu Hvammstanga frá og með 31. júlí nk.
Þorgrímur Guðni Björnsson vék af fundi.
3. 2207010 Bréf frá Húsfreyjunum á Vatnsnesi.
Lagt fram bréf frá Húsfreyjunum á Vatnsnesi þar sem farið er yfir aukna viðhaldsþörf á Hamarsbúð. Húsfreyjurnar óska eftir aðkomu sveitarfélagsins að viðhaldi Hamarsbúðar. Byggðarráð samþykkir að fela rekstrarstjóra að kanna ástand hússins og kynna fyrir byggðarráði. Byggðarráð felur jafnframt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kalla eftir frekari upplýsingum frá Húsfreyjunum.
Þorgrímur Guðni Björnsson kom aftur til fundar.
4. 2207012 Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í bréfinu kemur fram að nú verður formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörinn með beinni rafrænni kosningu, í stað landsþings líkt og tíðkast hefur. Framboðsfrestur til formanns rennur út þann 15. júlí nk., en kjörgengir eru aðal- og varamenn í sveitarstjórn.
5. 2109003 Handbendi brúðuleikhús.
Lögð fram til kynningar skýrsla frá Handbendi brúðuleikhúsi vegna verkefnisins „Listaklasi æskunnar“. Byggðarráð þakkar fyrir greinargóða lýsingu á verkefninu.
6. 2203050 Vátryggingaútboð.
Guðmundur M. Ásgrímsson hjá Consello löggiltum vátryggingamiðlurum kom til fundar við byggðarráð með fjarfundabúnaði. Guðmundur fór yfir niðurstöðu vátryggingaútboðs sveitarfélagsins, en tilboð bárust frá Sjóvá, TM, VÍS og Verði. Tilboð TM var lægst og uppfyllti öll skilyrði.
Guðmundur vék af fundi. Lögð fram eftirfarandi tillaga:
„Byggðarráð samþykkir að taka tilboði TM trygginga í vátryggingar sveitarfélagsins árin 2023-2025.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
7. Fundargerð 228. fundar fræðsluráðs frá 6. júlí sl.
Fundargerð í 4 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
8. Fundargerð 235. fundar félagsmálaráðs frá 6. júlí sl.
Fundargerð í 5 liðum. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
Friðrik Már Sigurðsson vék af fundi.
9. Húnasjóður umsóknir.
Lagðar fram umsóknir í Húnasjóð árið 2022. 7 umsóknir bárust, þar af voru 2 sem uppfylltu ekki skilyrði til úthlutunar. Byggðarráð samþykkir að veita eftirtöldum umsækjendum styrk að upphæð kr. 100.000 úr Húnasjóði árið 2022:
Eiríkur Steinarsson, diplómanám í fjölskyldumeðferð.
Elísabet Sif Gísladóttir, grunndiplóma í heilbrigðisgagnafræði.
Friðrik Már Sigurðsson, MPM í verkefnastjórnun.
Helga Rós Níelsdóttir, sjúkraliðanám.
Hrafnhildur Kristín Jóhannsdóttir, BS í búvísindum.
Friðrik Már Sigurðsson kom aftur til fundar.
Bætt á dagskrá:
10. Fundargerð 346. fundar skipulags- og umhverfisráðs frá 11. júlí sl.
Fundargerð í 7 liðum, Friðrik Már Sigurðsson formaður skipulags- og umhverfisráðs kynnti fundargerð.
Dagskrárliður 1, erindi nr. 2204022, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 2, erindi nr. 2201037, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 3, erindi nr. 2206029, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 4, erindi nr. 2206050, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 5, erindi nr. 2207003, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Dagskrárliður 6, erindi nr. 2207024, borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum.
Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:32.