1142. fundur

1142. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 2. ágúst 2022 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson aðalmaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki janúar – júní 2022. Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, mætti til fundar og fór yfir rekstur deilda fyrstu sex mánuði ársins. Rekstur deilda er almennt í samræmi við fjárhagsáætlun, þó má greina frávik í rekstri brunavarna sem skýrist m.a. af nýjum kjarasamningum og fyrirkomulagi bakvakta. Byggðarráð þakkar Elínu Jónu fyrir greinargóða yfirferð.
  2. 2207034 Lagt fram boð á upplýsinga- og samráðsfund um framhald samstarfs um innleiðingu Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna sem haldinn verður 31. ágúst nk. í fjarfundi. Nýkjörnir sveitarstjórnarfulltrúar sérstaklega hvattir til að mæta.
  3. 2207033 Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032, lagður fram til kynningar.
  4. 2207032 Erindi frá Regínu Ólínu Þórarinsdóttur Berndsen sem snýr að aðstöðu og innviðum á Laugarbakka. Byggðarráð felur sveitarstjóra að bjóða Regínu Ólínu til fundar.
  5. Lögð fram tilboð í deiliskipulag á Laugarbakka og við Hvítserk. Tilboð bárust frá Landmótun, Eflu og Teiknistofu Norðurlands. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að ganga frá samningum við Landmótun vegna deiliskipulags á Laugarbakka og við Hvítserk. Bogi Magnusen Kristinsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
  6. Reykjatangi ehf. Þorvaldur Árnason og Arnar Þór Stefánsson komu til fundar f.h. Reykjatanga ehf. Farið var yfir viðskilnað Reykjatanga ehf. við sveitarfélagið vegna reksturs skólabúða á Reykjum. Byggðarráð felur sveitarstjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins að vinna drög að samkomulagi og leggja fyrir byggðarráð.

Bætt á dagskrá:

7.  Skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Auglýst var eftir skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Enginn umsækjenda uppfyllti þær hæfiskröfur sem settar voru fram í auglýsingu. Lögð fram eftirfarandi tillaga: „Byggðarráð leggur til að hætt verði við ráðningu skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Vegna þess felur byggðarráð sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að koma með tillögu að fyrirkomulagi á stjórnun skólans næsta skólaár 2022-2023.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

8.  Hleðslustöðvar á Hvammstanga. Náðst hefur samkomulag við Orku náttúrunnar um uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla í samvinnu við sveitarfélagið. Hleðslustöðvarnar verða settar upp við íþróttamiðstöðina og Félagsheimilið Hvammstanga.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:18.

Var efnið á síðunni hjálplegt?