Afgreiðslur:
- Rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki janúar – júní 2022. Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, mætti til fundar og fór yfir rekstur deilda fyrstu sex mánuði ársins. Rekstur deilda er almennt í samræmi við fjárhagsáætlun, þó má greina frávik í rekstri brunavarna sem skýrist m.a. af nýjum kjarasamningum og fyrirkomulagi bakvakta. Byggðarráð þakkar Elínu Jónu fyrir greinargóða yfirferð.
- 2207034 Lagt fram boð á upplýsinga- og samráðsfund um framhald samstarfs um innleiðingu Heimsmarkmiða sameinuðu þjóðanna sem haldinn verður 31. ágúst nk. í fjarfundi. Nýkjörnir sveitarstjórnarfulltrúar sérstaklega hvattir til að mæta.
- 2207033 Rammasamningur um aukið íbúðaframboð 2023-2032, lagður fram til kynningar.
- 2207032 Erindi frá Regínu Ólínu Þórarinsdóttur Berndsen sem snýr að aðstöðu og innviðum á Laugarbakka. Byggðarráð felur sveitarstjóra að bjóða Regínu Ólínu til fundar.
- Lögð fram tilboð í deiliskipulag á Laugarbakka og við Hvítserk. Tilboð bárust frá Landmótun, Eflu og Teiknistofu Norðurlands. Sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa falið að ganga frá samningum við Landmótun vegna deiliskipulags á Laugarbakka og við Hvítserk. Bogi Magnusen Kristinsson skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
- Reykjatangi ehf. Þorvaldur Árnason og Arnar Þór Stefánsson komu til fundar f.h. Reykjatanga ehf. Farið var yfir viðskilnað Reykjatanga ehf. við sveitarfélagið vegna reksturs skólabúða á Reykjum. Byggðarráð felur sveitarstjóra og lögfræðingi sveitarfélagsins að vinna drög að samkomulagi og leggja fyrir byggðarráð.
Bætt á dagskrá:
7. Skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Auglýst var eftir skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Enginn umsækjenda uppfyllti þær hæfiskröfur sem settar voru fram í auglýsingu. Lögð fram eftirfarandi tillaga: „Byggðarráð leggur til að hætt verði við ráðningu skólastjóra Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Vegna þess felur byggðarráð sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að koma með tillögu að fyrirkomulagi á stjórnun skólans næsta skólaár 2022-2023.“ Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
8. Hleðslustöðvar á Hvammstanga. Náðst hefur samkomulag við Orku náttúrunnar um uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla í samvinnu við sveitarfélagið. Hleðslustöðvarnar verða settar upp við íþróttamiðstöðina og Félagsheimilið Hvammstanga.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:18.