1143. fundur

1143. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 15. ágúst 2022 kl. 13:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Tónlistarskóli Húnaþings vestra, stjórnun skólaárið 2022 – 2023. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram í kjölfar bókunar sveitarstjórnar á 355. fundi 11. ágúst sl. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við Pálínu Fanneyju Skúladóttur um tímabundna stjórnun skólans til 1. október n.k. Jafnframt er sveitarstjóra falið að auglýsa stöðu tónlistarskólastjóra.

Bætt á dagskrá:

    2. Atvinnu- og nýsköpunarsjóður lokaskýrsla. Lögð fram lokaskýrsla vegna styrkveitingar sem Handbendi brúðuleikhús ehf. fékk úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra fyrir verkefnið „Prófsteinn“. Byggðarráð samþykkir skýrsluna og að eftirstöðvar styrksins verði greiddar út.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:39.

Var efnið á síðunni hjálplegt?