1146. fundur aukins

1146. fundur aukins byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 12. september 2022 kl. 08:30 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður, Þorleifur Karl Eggertsson aðalmaður, Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður. 

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg

Afgreiðslur:
1. Forsendur fyrir fjárhagsáætlunarvinnunni árið 2023, ásamt 3ja ára áætlun.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri og Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fóru yfir helstu forsendur sem lagt verður upp með í fjárhagsáætlunarvinnu ársins 2023, ásamt 3ja ára áætlun.
2. Starfsáætlanir forstöðumanna fyrir árið 2023.
Lagðar fram til kynningar starfsáætlanir forstöðumanna.
3. Gjaldskrár 2023.
Farið yfir tillögur að gjaldskrám fyrir árið 2023.
4. Frístundakort.
Farið yfir tillögu að fjárhæð frístundakorta fyrir árið 2023.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:31.

Var efnið á síðunni hjálplegt?