1155. fundur aukins

1155. fundur aukins byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 31. október 2022 kl. 08:30 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður, Þorleifur Karl Eggertsson aðalmaður, Þorgrímur Guðni Björnsson aðalmaður, Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

  1. Fjárhagsáætlun 2023 ásamt 3ja ára áætlun fyrir árin 2024-2026. Farið yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2023 ásamt 3ja ára áætlun.
  2. Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2022 nr. 5. Framkvæmdaráð leggur fram eftirfarandi tillögu að viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2022 að upphæð kr. 45.493.000:

0010 – Jöfnunarsjóður sveitarfélaga

Hærri framlög ársins 2022 kr. -12.000.000

0218 – Húsaleigubætur

Greiðsla húsaleigubóta kr. 750.000

0244 – Dagvist aldraðra

Laun og launatengd gjöld kr. - 1.797.000

Aðkeypt þjónusta kr. 3.950.000

04211 – Grunnskólinn

Aðrar tekjur kr. -1.500.000

Minniháttar tæki kr. 1.150.000

Skólaakstur kr. 7.000.000

Aðkeypt þjónusta kr. -1.000.000

0430 – Skólabúðirnar Reykjum

Þátttaka í sameiginlegum kostnaði kr. 3.600.000

0721 Slökkvilið

Laun og launatengd gjöld kr. 14.300.000

8110 – Skólabúðirnar að Reykjum

Húsaleiga kr. -3.500.000

Aðrar tekjur kr. -3.600.000

Viðhald kr. 33.400.000

Önnur aðkeypt þjónusta kr. 2.500.000

2140 – Skrifstofa

Laun og launatengd gjöld kr. 12.600.000

2190 – Ófyrirséð

Ófyrirséð kr. -10.360.000

Aukinni neikvæðri rekstrarafkomu verður mætt með lækkun handbærs fjár.

Greinargerð:

Nýjar áætlanir Jöfnunarsjóðs gera ráð fyrir hærri framlögum en í upphaflegri fjárhagsáætlun.

Aukinn kostnaður vegna húsaleigubóta er tilkominn vegna aukins fjölda styrkþega haustið 2022.

Breyttu fyrirkomulagi á akstri í dagvistun aldraðra fylgir kostnaðarauki.

Skólaakstur verður dýrari en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir, m.a. vegna hækkunar á verðbólgu og leiðréttingu á akstursleiðum. Vegna bilunar á tæki verður að hækka framlag til tækjakaupa grunnskólans, en á móti er hægt að hækka aðrar tekjur sem og lækka aðkeypta þjónustu.

Nýir kjarasamningar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna leiddu til töluvert meiri hækkunar á launum en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins 2022.

Á árinu var nauðsynlegt að ráðast í umfangsmikið viðhald á Reykjaeignum og kaup á annarri aðkeyptri þjónustu. Nýjum húsaleigusamningi fylgja auknar tekjur.

Aukinn launakostnaður skrifstofu er m.a. vegna biðlaunaréttar fráfarandi sveitarstjóra.

Samhliða viðauka nr. 5 lækkar liðurinn 2190 – ófyrirséð um kr. 10.360.000.

Viðaukinn mun leiða til aukningar á neikvæðri rekstrarafkomu um kr. 45.493.000.

 

Aukið byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og vísar viðaukanum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 10:40.

Var efnið á síðunni hjálplegt?