1158. fundur

1158. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 14. nóvember 2022 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.

Afgreiðslur:

  1. 2211006 Stígamót. Beiðni um framlag til starfsemi. Styrkbeiðnir til samtaka fyrir árið 2023 hafa þegar verið teknar fyrir og því ekki unnt að verða við beiðninni.
  2. 2211009 Samband íslenskra sveitarfélaga. Óskað eftir sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga. Lagt fram til kynningar.
  3. 2211010 Beiðni um tilnefningu í vatnasvæðanefnd. Byggðarráð samþykkir að tilnefna Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í nefndina og Þorleif Karl Eggertsson oddvita, til vara.
  4. 2211011 Umsókn um lóð. Lögð fram umsókn frá Reykjahöfða ehf., kt. 531207-1220 um lóðina Kirkjuhvammsveg 4. Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Kirkjuhvammsvegar 4 til Reykjahöfða ehf.
  5. 2210044 Beiðni um niðurfellingu leigu á íþróttasal. Áður á dagskrá 1156. fundar. Byggðarráð samþykkir niðurfellingu leigu á íþróttasal fyrir íþróttaskóla, fyrir börn á aldrinum 1 - 5 ára, tímabundið til þriggja mánaða. Byggðarráð óskar eftir því að á þeim tíma ræði forsvarsmenn íþróttaskólans við íþróttafélög um að hann falli undir starfsemi þeirra.
  6. 2210001 Pílufélag Hvammstanga. Beiðni um afnot af Félagsheimilinu Hvammstanga. Áður á dagskrá 1152. fundar. Byggðarráð samþykkir víkjandi leigu á sal á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga til Pílufélagsins Hvammstanga til reynslu til sex mánaða. Ráðið samþykkir veitingu afsláttar á leigu vegna viðburða í samfélagsþágu. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningi við félagið.
  7. 2204002 Samstarf um málefni fatlaðs fólks. Lögð fram drög að samningi milli sveitarstjórna Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Byggðarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku Húnaþings vestra í samstarfinu. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í lokafrágangi samningsins fyrir hönd sveitarfélagsins og leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
  8. Lóðaleigusamningar vegna Norðurbrautar 30 og 32. Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra vegna lóðaleigusamninga lóðanna Norðurbrautar 30 (lnr. 144393) og 32 (lnr. 144394) á Hvammstanga en báðir renna út 28. janúar 2024. Samkvæmt deiliskipulagi austan Norðurbrautar sem samþykkt var í sveitarstjórn Húnaþings vestra þann 12. apríl 2012 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 5. júní sama ár, eru lóðirnar sem um ræðir báðar á svæði sem skilgreint er sem íbúðabyggð. Núverandi byggingar samræmast ekki því skipulagi. Sveitarstjóra er falið að tilkynna leigjendum lóðanna að í samræmi við framangreint deiliskipulag verði samningar um lóðaleigu lóðanna Norðurbrautar 30 og 32 ekki endurnýjaðir. Sveitarstjóra er jafnframt falið að ræða við leigjendur lóðanna um frágang og skil þeirra í samræmi við lóðaleigusamningana.
  9. Minnisblað vegna umboðs til Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga til viðræðna um þjónustusamninga fyrir dagdvalir. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna umboðsins. Byggðarráð samþykkir að veita Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til viðræðna um þjónustusamninga fyrir dagdvalir.
  10. Fundargerðir lagðar fram til kynningar  a) 446. fundur Hafnasambands Íslands. b) 86.fundur stjórnar SSNV.
  11. Fulltrúar Umf. Kormáks og USVH koma til fundar við byggðarráð vegna hugmynda um byggingu aðstöðuhúss í Kirkjuhvammi. Byggðarráð þakkar Elísu Ýr Sverrisdóttur fulltrúa Umf. Kormáks og Halldóri Sigfússyni fulltrúa USVH fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:21.

Var efnið á síðunni hjálplegt?