1158. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 14. nóvember 2022 kl. 14:00 Ráðhús.
Fundarmenn
Magnús Magnússon formaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður.
Starfsmenn
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.
Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
- 2211006 Stígamót. Beiðni um framlag til starfsemi. Styrkbeiðnir til samtaka fyrir árið 2023 hafa þegar verið teknar fyrir og því ekki unnt að verða við beiðninni.
- 2211009 Samband íslenskra sveitarfélaga. Óskað eftir sveitarfélögum til þátttöku við að þróa aðlögunaraðgerðir vegna loftslagsbreytinga. Lagt fram til kynningar.
- 2211010 Beiðni um tilnefningu í vatnasvæðanefnd. Byggðarráð samþykkir að tilnefna Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í nefndina og Þorleif Karl Eggertsson oddvita, til vara.
- 2211011 Umsókn um lóð. Lögð fram umsókn frá Reykjahöfða ehf., kt. 531207-1220 um lóðina Kirkjuhvammsveg 4. Byggðarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Kirkjuhvammsvegar 4 til Reykjahöfða ehf.
- 2210044 Beiðni um niðurfellingu leigu á íþróttasal. Áður á dagskrá 1156. fundar. Byggðarráð samþykkir niðurfellingu leigu á íþróttasal fyrir íþróttaskóla, fyrir börn á aldrinum 1 - 5 ára, tímabundið til þriggja mánaða. Byggðarráð óskar eftir því að á þeim tíma ræði forsvarsmenn íþróttaskólans við íþróttafélög um að hann falli undir starfsemi þeirra.
- 2210001 Pílufélag Hvammstanga. Beiðni um afnot af Félagsheimilinu Hvammstanga. Áður á dagskrá 1152. fundar. Byggðarráð samþykkir víkjandi leigu á sal á neðri hæð Félagsheimilisins á Hvammstanga til Pílufélagsins Hvammstanga til reynslu til sex mánaða. Ráðið samþykkir veitingu afsláttar á leigu vegna viðburða í samfélagsþágu. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningi við félagið.
- 2204002 Samstarf um málefni fatlaðs fólks. Lögð fram drög að samningi milli sveitarstjórna Húnabyggðar, Húnaþings vestra, Skagabyggðar, Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagastrandar um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Byggðarráð samþykkir áframhaldandi þátttöku Húnaþings vestra í samstarfinu. Sveitarstjóra er falið að taka þátt í lokafrágangi samningsins fyrir hönd sveitarfélagsins og leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
- Lóðaleigusamningar vegna Norðurbrautar 30 og 32. Lagt fram minnisblað frá sveitarstjóra vegna lóðaleigusamninga lóðanna Norðurbrautar 30 (lnr. 144393) og 32 (lnr. 144394) á Hvammstanga en báðir renna út 28. janúar 2024. Samkvæmt deiliskipulagi austan Norðurbrautar sem samþykkt var í sveitarstjórn Húnaþings vestra þann 12. apríl 2012 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda þann 5. júní sama ár, eru lóðirnar sem um ræðir báðar á svæði sem skilgreint er sem íbúðabyggð. Núverandi byggingar samræmast ekki því skipulagi. Sveitarstjóra er falið að tilkynna leigjendum lóðanna að í samræmi við framangreint deiliskipulag verði samningar um lóðaleigu lóðanna Norðurbrautar 30 og 32 ekki endurnýjaðir. Sveitarstjóra er jafnframt falið að ræða við leigjendur lóðanna um frágang og skil þeirra í samræmi við lóðaleigusamningana.
- Minnisblað vegna umboðs til Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambands íslenskra sveitarfélaga til viðræðna um þjónustusamninga fyrir dagdvalir. Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna umboðsins. Byggðarráð samþykkir að veita Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga umboð til viðræðna um þjónustusamninga fyrir dagdvalir.
- Fundargerðir lagðar fram til kynningar a) 446. fundur Hafnasambands Íslands. b) 86.fundur stjórnar SSNV.
- Fulltrúar Umf. Kormáks og USVH koma til fundar við byggðarráð vegna hugmynda um byggingu aðstöðuhúss í Kirkjuhvammi. Byggðarráð þakkar Elísu Ýr Sverrisdóttur fulltrúa Umf. Kormáks og Halldóri Sigfússyni fulltrúa USVH fyrir komuna og greinargóðar upplýsingar.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:21.