1159. fundur

1159. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 21. nóvember 2022 kl. 14:00 Ráðhús.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Magnús Magnússon formaður setti fund.


Afgreiðslur:

1. 2211016 Fundarboð Veiðifélags Víðidalsár þann 26. nóvember nk. Friðrik Már Sigurðsson varaformaður byggðarráðs verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og sveitarstjóri til vara.


2. 2211018 ADHD samtökin, beiðni um styrk. Styrkbeiðnir til samtaka fyrir árið 2023 hafa þegar verið teknar fyrir og því ekki unnt að verða við beiðninni.


3. Minnisblað um barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi unnið af sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra, félagsmálastjóra Austur-Húnavatnssýslu, félagsmálastjóra Skagafjarðar, deildarstjóra félagsmáladeildar Fjallabyggðar og sviðsstjóra félagsmálasviðs Dalvíkurbyggðar. Í minnisblaðinu er gerð tillaga að fyrirkomulagi samstarfs um málefni barnaverndar hjá Húnaþingi vestra, Húnabyggð, Skagabyggð, Skagaströnd, Skagafirði, Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð með tilvísun til III. kafla barnaverndarlaga nr. 80/2002 með síðari breytingum. Lagt er til að sveitarstjórnir veiti framkvæmdarstjórum sveitarfélaganna og yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig umboð til að:

a. Vinna drög að samstarfsamningi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu.
b. Gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag.
Einnig er lagt til að sveitarstjórnir veiti yfirmönnum barnaverndar í hverju sveitarfélagi fyrir sig og eftir atvikum starfsmönnum barnaverndar á hverjum stað, fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum.
Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra í samstarfi við sviðsstjóra fjölskyldusviðs umboð til að taka þátt í að vinna drög að samstarfssamingi um leiðandi sveitarfélag í barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi og gera tillögu að sveitarfélagi sem yrði leiðandi sveitarfélag. Samningurinn verði lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir að veita sviðsstjóra fjölskyldusviðs og starfsmönnum barnaverndar fullt umboð til fullnaðarafgreiðslu barnaverndarmála frá og með 1. janúar 2023 þegar eldri barnaverndarnefndir láta af störfum.


4. Reglur við úthlutun byggingarlóða í Húnaþingi vestra. Áður á dagskrá 1152. fundar. Byggðarráð samþykkir reglur um úthlutun byggingarlóða í Húnaþingi vestra og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.


5. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
a. Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 4.10.2022.
b. Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 14.11.2022.


6. Umsagnarbeiðni. Áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Mál nr. 111/2022 í Samráðsgátt stjórnvalda. Byggðarráð tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. nóvember 2022 þar sem áhersla er lögð á að við frekari vinnslu málsins verði eftirfarandi haft að leiðarljósi:
Að sérfræðingahópurinn verði kallaður saman til að veita ráðgjöf við gerð lagafrumvarps.
Að vandað verði til kynningar á fyrirhuguðu frumvarpi og að víðtækt samráð fari fram um málið.
Að við gerð tillagna um breytingar verði horft til þeirra áskorana sem sveitarfélög standa frammi fyrir, ásamt því að sérstaklega verði hugað að auknum stuðningi við sveitarfélög, m.a. í menntamálum og þjónustu við fólk í leit að alþjóðlegri vernd.
Að sveitarfélög verði upplýst tímanlega um áhrif hugsanlegra breytinga á framlögum Jöfnunarsjóðs til þeirra. Breytingar sem hafa veruleg fjárhagsleg áhrif á einstök sveitarfélög verði innleiddar í áföngum og sveitarstjórnir fái eðlilegan fyrirvara til að aðlagast þeim.
Að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hafi yfir að ráða fjármagni til að styðja myndarlega við sameiningar sveitarfélaga, enda fái sjóðurinn árlega sérstakt fjármagn á fjárlögum til að standa undir slíkum fjárframlögum. Fyrirséð er að útgjaldajöfnunarframlög muni skerðast á næsta ári ef ekki kemur til sérstök fjárheimild til að mæta þörf fyrir sameiningarframlög.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:37.

Var efnið á síðunni hjálplegt?