Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
1. 2303047 Umsókn um lóðina Höfðabraut 36. Guðmundur S. A. Kristínarson, kt. 240401-2740 og Arnar Freyr Geirsson, kt. 300899-3669, sækja um lóðina Höfðabraut 36 fyrir hönd óstofnaðs félags. Byggðarráð samþykkir að úthluta Guðmundi S. A. Kristínarsyni og Arnari Frey Geirssyni lóðina Höfðabraut 36 með þeim skilmálum sem um lóðina gilda samkvæmt því deiliskipulagi sem er í skipulagsferli og tekur gildi við auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda. Miðast úthlutun við að því ferli sé lokið.
Þorgrímur Guðni Björnsson vék af fundi kl. 14:11.
2. 2303048 Útboð aksturs eldri borgara. Eitt tilboð barst í akstur eldri borgara. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við Ágúst Sigurðsson og Hjalta Jósefsson í samræmi við niðurstöðu útboðsins.
Elín Jóna Rósinberg vék af fundi kl. 14:14.
3. 2303049 Útboð skólaaksturs. Tilboð í skólaakstur voru opnuð 24. mars sl. Eftirfarandi tilboð bárust.
1. Tilboð frá Ágústi Þorbjörnssyni.
Leið nr.
|
Kr/km
|
Farþegafjöldi
|
Annað
|
2
|
257
|
12
|
Hækkar um 20kr fyrir hvern nemanda umfram 12
|
5
|
257
|
10
|
Hækkar um 25kr fyrir hvern nemanda umfram 10
|
2. Tilboð frá Ólafi Rúnari Ólafssyni.
Leið nr.
|
Kr/km
|
Farþegafjöldi
|
Annað
|
3
|
329
|
6
|
Hækkar um 20kr fyrir hvern nemanda umfram 6. Taxti tekur breytingum ef heildarkm. fjöldi fer niður fyrir 70km. pr. dag. Sá taxti verður 520 kr/km. Hækkar um 20kr fyrir hvern nemanda umfram 6.
|
3. Tilboð frá Ólafi Rúnari Ólafssyni.
Leið nr.
|
Kr/km
|
Farþegafjöldi
|
Annað
|
4
|
348
|
8
|
Hækkar um 20kr fyrir hvern nemanda umfram 8. Taxti tekur breytingum ef heildarkm. fjöldi fer niður fyrir 65km á dag. Þá verður taxti 530kr. Hækkar um 20kr fyrir hvern nemanda umfram 8
|
4. Tilboð frá ADDA ehf.
Leið nr.
|
Kr/km
|
Farþegafjöldi
|
Annað
|
1
|
157
|
7
|
Hækkar um 25kr. hvert barn umfram 7.
|
2
|
325
|
12
|
Hækkar um 25kr. hvert barn umfram 12
|
5. Tilboð frá Ghaukur slf.
Leið nr.
|
Kr/km
|
Farþegafjöldi
|
Annað
|
5
|
259
|
14
|
Hækkar um 25kr á hvert barn umfram 14.
|
6. Tilboð frá Ylfu Jean Adele Ómarsdóttur.
Leið nr.
|
Kr/km
|
Farþegafjöldi
|
Annað
|
1
|
174
|
8
|
Hækkar um 25 kr. fyrir 9. farþega.
|
7. Tilboð frá K. Ingþórssyni ehf.
Leið nr.
|
Kr/km
|
Farþegafjöldi
|
Annað
|
7
|
253
|
|
|
6
|
269
|
|
|
8. Tilboð frá Lag ehf.
Leið nr.
|
Kr/km
|
Farþegafjöldi
|
Annað
|
1
|
156
|
|
|
2
|
197
|
|
|
9. Tilboð frá Magnúsi Sveinssyni
Leið nr.
|
Kr/km
|
Farþegafjöldi
|
Annað
|
1
|
148
|
|
Hækkar um 30 kr. fyrir hvert barn umfram það sem tilgreint er í útboðsgögnum fyrir hvert ár.
|
Hagstæðustu tilboð eru metin eftirfarandi:
Leið 1 – Tilboð Lag ehf, kr. 156 kr/km og ekki gert ráð fyrir viðbótarkostnaði verði breytingar á barnafjölda. Vísað er til 13. og 14. gr. laga nr. 65/1993 um framkvæmd útboða. Óverulegur kostnaðarmunur er á tilboði Lag ehf. og Magnúsar Sveinssonar. Hins vegar getur verulegur kostnaðarauki hlotist af tilboði Magnúsar ef fjölgun verður á nemendum frá áætlun um barnafjölda.
Leið 2 – Tilboð Lag ehf., kr. 197 kr/km og ekki gert ráð fyrir viðbótarkostnaði breytist barnafjöldi.
Leið 3 – Tilboð Ólafs Rúnars Ólafssonar kr. 329 kr/km. Ekki er gengið að skilmálum um hækkun á kílómetragjaldi fari heildarfjöldi ekinna kílómetra niður fyrir 70 km á dag heldur vísað til 6. gr. samningsdraga þar sem segir „Ef breytingar verða á fjölda nemenda áskilur verkkaupi sér rétt til endurskoðunar á samningi þessum, með tilliti til hagræðingar á viðkomandi leið eða leiðum. Minniháttar breytingar skulu tilkynntar bílstjóra með minnst viku fyrirvara en með mánaðarfyrirvara ef bifreið hans rúmar ekki farþegafjölda að óbreyttu.“
Leið 4 – Tilboð Ólafs Rúnars Ólafssonar kr. 348 kr/km. Ekki er gengið að skilmálum um hækkun á kílómetragjaldi fari heildarfjöldi ekinna kílómetra niður fyrir 65 km á dag heldur vísað til 6. gr. samningsdraga þar sem segir „Ef breytingar verða á fjölda nemenda áskilur verkkaupi sér rétt til endurskoðunar á samningi þessum, með tilliti til hagræðingar á viðkomandi leið eða leiðum. Minniháttar breytingar skulu tilkynntar bílstjóra með minnst viku fyrirvara en með mánaðarfyrirvara ef bifreið hans rúmar ekki farþegafjölda að óbreyttu.“
Leið 5 – Tilboð Ghaukur slf. kr. 259 kr/km miðað við allt að 14 börn. Vísað er til 13. og 14. gr. laga nr. 65/1993 um framkvæmd útboða. Óverulegur kostnaðarmunur er á tilboði Ghaukur slf. og Ágústs Þorbjörnssonar. Hins vegar getur verulegur kostnaðarauki hlotist af tilboði Ágústs ef einhver fjölgun verður á nemendum frá áætlun um barnafjölda.
Leið 6 – Tilboð K. Ingþórsson ehf. kr. 269 kr/km og ekki gert ráð fyrir viðbótarkostnaði verði breytingar á barnafjölda.
Leið 7 – Tilboð K. Ingþórsson ehf. kr. 253 kr/km og ekki gert ráð fyrir viðbótarkostnaði verði breytingar á barnafjölda.
Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga á grundvelli hagstæðustu tilboða í samræmi við framangreint.
Elín Jóna og Þorgrímur Guðni komu aftur til fundar kl. 14:29.
4. 2303052 Umsókn um lóðina Lindarveg 16. Reynd að smíða ehf., kt. 550107-0820, sækir um lóðina Lindarveg 16. Byggðarráð samþykkir að úthluta Reynd að smíða ehf. lóðina Lindarveg 16. Vinna við breytingu deiliskipulags er í gangi þar sem lóðinni er breytt úr frístundalóð í íbúðarhúsalóð. Nýtt skipulag tekur gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Miðast úthlutun við að því ferli sé lokið.
5. 2303055 Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjöleignahús nr. 26/1994 (gæludýrahald), 80. mál. Umsagnarfrestur til 12. apríl. Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
6. 2303056 Styrkbeiðni, Víkingurinn 2023. Ekki er hægt að verða við styrkbeiðninni.
7. 2303058 Félag eldri borgara. Beiðni um afslátt af leigu á Félagsheimilinu Hvammstanga vegna hátíðarhalda á sumardaginn fyrsta. Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar vegna viðburða í samfélagsþágu.
8. Tilboð í lagnaefni vatnslagnarinnar frá Hvammstanga að Laugarbakka. Lögð fram tilboð frá Set ehf., Ísrör ehf. og O.S.N. ehf. Miðast tilboðin annars vegar við 140 mm lögn og hins vegar við 160 mm lögn. Tilboðin eru svohljóðandi:
|
140 mm
|
160 mm
|
Set ehf.
|
19.194.255
|
23.894.367
|
Ísrör ehf.
|
21.627.139
|
27.377.004
|
O.S.N. ehf.
|
19.423.886
|
29.894.638
|
Byggðarráð samþykkir að lögnin verði 160 mm. Sveitarstjóra er falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Set ehf.
9. Skólastjórnendur Grunnskóla Húnaþings vestra koma til fundar við byggðarráð.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15:54.