1174. fundur

1174. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 17. apríl 2023 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.

Afgreiðslur:
1. 2304003 Umsókn um lóðina Grundartún 17. Hvammstak ehf., kt. 430222-0900 sækir um lóðina Grundartún 17. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Grundartún 17 til Hvammstaks ehf.
2. 2304007 Styrktarsjóður EBÍ. Lagt fram til kynningar bréf frá Styrktarsjóði EBÍ þar sem kynntur er umsóknarfrestur til aprílloka vegna úthlutunar ársins 2023. Sveitarstjóra er falið að vinna umsókn í sjóðinn.
3. 2304010 Fundur um málefni þjóðlenda. Lagt fram fundarboð frá forsætisráðuneytinu á fund um málefni þjóðlenda sem haldinn verður á Sauðárkróki 26. maí 2023. Sveitarstjóri verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum.
4. 2304011 Ársfundur Stapa lífeyrissjóðs. Lagt fram fundarboð á ársfund Stapa lífeyrissjóðs sem fram fer 3. maí 2023. Sveitarstjóri verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.
5. Vatnsnesvegur – Mat á áhrifum og þörf á endurbyggingu með tilliti til samfélagsáhrifa. Lögð fram skýrsla unnin af Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri um áhrif og þörf á endurbyggingu Vatnsnesvegar með tilliti til samfélagsáhrifa. Í skýrslunni kemur fram að vegurinn er kominn að þolmörkum vegna aukinnar umferðar undanfarin ár. Færð eru rök fyrir því að endurbygging vegarins falli vel að meginmarkmiðum samgönguáætlunar um greiðfærni, öryggi, hagkvæmni, umhverfislega sjálfbærni og byggðaþróun. Jafnframt styðji endurbætur markmið byggðaáætlunar um vinnu- og þjónustusókn auk þess að bæta aðstæður til að íbúar geti valið sér sem víðast búsetu við hæfi. Brýnt sé að endurbyggja veginn og byrja þar sem umferð er þyngst.
Sveitarstjóra er falið að óska eftir fundi með innviðaráðherra til að ræða efni skýrslunnar áður en hún fer í almenna birtingu.
6. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
a. 2304008 93. fundur stjórnar SSNV frá 4. apríl 2023.
b. 2304009 921. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. mars 2023.

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:19.

Var efnið á síðunni hjálplegt?