1179. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 31. maí 2023 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.
Fundarmenn
Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður og Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður.
Starfsmenn
Elín Jóna Rósinberg sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
- 2302025 Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2023-2036. Áður lögð fram í drögum á 1167. fundi byggðarráðs. Veitt var umsögn um drög áætlunarinnar sem nú liggur fyrir í lokaútgáfu. Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun með fyrirvara um tímasetningar aðgerða í viðauka 1 sem nauðsynlegt er að uppfæra (einkum aðgerðir 6, 7 og 8). Einnig er settur fyrirvari við hlut sveitarfélaga í fjármögnun aðgerða þar sem ekki liggur fyrir kostnaðargreining þeirra. Byggðarráð vísar svæðisáætluninni, með framangreindum fyrirvörum, til afgreiðslu sveitarstjórnar.
- 2303049 Minnisblað um val á tilboðum í skólaakstur – leið 2 frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Í minnisblaðinu kemur fram að Lag ehf. hefur sagt sig frá leið 2 í skólaakstri. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningi við næstbjóðanda, Ágúst Þorbjörnsson, um akstur á leið 2 í samræmi við niðurstöðu útboðs, til vara við Adda ehf.
- 2305039 Boð um þátttöku í samráði um drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli. Ekki þykir ástæða til þátttöku í samráðinu.
- 2305042 Erindi frá Skógræktarfélagi Íslands þar sem varað er við neikvæðum málflutningi andstæðinga skógræktar. Byggðarráð þakkar erindið.
- 2305043 Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17. maí 2023. Lögð fram til kynningar.
- Trúnaðarmál.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:44.