1118. fundur

1118. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 20. desember 2021 kl. 09:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson formaður, Þorleifur Karl Eggertsson, varaformaður, Magnús Magnússon, aðalmaður.

Starfsmenn

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri. 

Fundargerð ritaði: Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir

Afgreiðslur:

1. Húnaklúbburinn. Jessica Aquino mætti til fundar og fór yfir starfsemi Húnaklúbbsins. Byggðarráð þakkar Jessicu greinargóða yfirferð.
2. Rekstraryfirlit fyrir aðalsjóð og undirfyrirtæki fyrir janúar-september.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, mætti til fundar og fór yfir rekstur deilda fyrstu 9 mánuði ársins. Rekstur deilda er almennt í samræmi við fjárhagsáætlun. Byggðarráð þakkar Elínu Jónu greinargóða yfirferð.
3. Grunnskóli Húnaþings vestra, staða framkvæmda. Björn Bjarnason mætti til fundar og fór yfir stöðu framkvæmda. Framkvæmdir á undan áætlun m.a. vegna færslu verkhluta milli ára. Byggðarráð þakkar Birni greinargóða yfirferð.
4. Jafnlaunastefna Húnaþings vestra. Lögð fram drög að jafnlaunastefnu fyrir Húnaþing vestra. Byggðarráð samþykkir framlögð drög með áorðnum breytingum og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
5. Lögð fram beiðni um afskrift á hitaveitugjöldum vegna gjaldþrots að upphæð kr. 72.701. Byggðarráð samþykkir framlagaða afskriftabeiðni.
6. Lagðar fram til kynningar fundargerðir 1. og 2. fundar samgöngu- og innviðanefndar SSNV.
7. 2112014 Fundargerð 71. fundar stjórnar SSNV, lögð fram til kynningar.
8. 2112015 Fundargerð 904. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga, lögð fram til kynningar.
9. Leikflokkur Húnaþings vestra. Lögð fram beiðni Leikflokks Húnaþings vestra um styrkveitingu vegna uppsetningar félagsins á Pétri Pan. Byggðarráð samþykkir að útdeila kr. 300.000, sem tekið verði af lið 0581. Þorleifur Karl Eggertsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
10. Trúnaðarmál, fært í trúnaðarbók.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:19

Var efnið á síðunni hjálplegt?