1181. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 12. júní 2023 kl. 14:00 Ráðhús.
Fundarmenn
Magnús Magnússon formaður, Magnús Vignir Eðvaldsson aðalmaður og Elín Lilja Gunnarsdóttir varamaður.
Starfsmenn
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri.
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg.
Magnús Magnússon formaður setti fund.
Afgreiðslur:
- 2306002 Tillaga að styttingu vinnuviku kennara Grunnskóla Húnaþings vestra skólaárið 2023-2024. Einnig lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna tillögunnar. Byggðarráð óskar eftir upplýsingum frá skólastjórnendum um kostnaðarauka vegna tillögunnar og hvort sá kostnaður sem mögulega fellur til á árinu 2023 rúmist innan fjárhagsáætlunar.
- 2306008 Ámundakinn, aðalfundarboð. Lagt fram til kynningar. Magnús Magnússon formaður byggðarráðs verður fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og fer með atkvæðisrétt.
- 2306009 Ársreikningur Félagsheimilisins Víðihlíðar. Lagður fram til kynningar.
- 2306010 Ársskýrsla og ársreikningur Farskóla Norðurlands vestra. Lagt fram til kynningar.
- 2306011 Samningur við Mílu um leigu á aðstöðu vegna farsímastöðvar á Félagsheimilinu Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.
- Útboðsgögn vegna sorphirðu unnin af EFLU verkfræðistofu fyrir Húnaþing vestra, Skagabyggð og Skagaströnd. Byggðarráð samþykkir framlögð gögn með áorðnum breytingum.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:55.