Afgreiðslur:
1. 2112030 Lagður fram til kynningar ársreikningur Félagsheimilisins Víðihlíðar fyrir árið 2020.
2. 2112024 Varnarlína við Víðidalsá. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi til MAST, dagsett í desember 2021, frá eigendum og ábúendum Nípukots, Þorkelshóls, Sólbakkabúinu, Syðri-Stóruborgar, Enniskots og Miðhóps. Þar benda þeir MAST á að Víðidalsá, sem er að hluta varnarlína sauðfjárveikivarna, heldur ekki fé og gera þá kröfu að sett verði upp varnargirðing á vesturbakka árinnar frá varnargirðingu við Síðukrók út að Hópi. Byggðarráð tekur undir áhyggjur eiganda og ábúenda og hvetur MAST til að tryggja fjárhelda varnarlínu milli hólfa.
3. 2112020 Lagt fram erindi frá meistaraflokksráði Kormáks-Hvatar frá 22. desember sl. þar sem þess er farið á leit við sveitarfélagið að koma upp tímabundinni aðstöðu til að hægt sé að halda heimaleiki á Kirkjuhvammsvelli. Sveitarstjóra falið að boða forsvarsmenn meistaraflokksráðs Kormáks-Hvatar, formann Kormáks og formann og framkvæmdastjóra USVH á fund byggðarráðs.
4. Lögð fram drög að reglum um frístundakort. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
5. Atvinnu- og nýsköpunarsjóður, lokaskýrsla Jóhannesar Óskars Sigurbjörnssonar. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi skýrslu og felur sveitarstjóra að greiða út seinni hluta styrkveitingarinnar.
6. 2109004 Lagt fram erindi frá UMFÍ, dags. 30. desember sl. þar sem þeir óska eftir viðræðum við Húnaþing vestra um rekstur skólabúðanna á Reykjum frá og með hausti 2022. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á viðræðum við UMFÍ um rekstur skólabúðanna. Jafnframt er sveitarstjóra og formanni byggðarráðs falið að ræða við núverandi rekstraraðila skólabúðanna.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:45