1194. fundur

1194. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 23. október 2023 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Magnús Magnússon formaður, Friðrik Már Sigurðsson varaformaður, Magnús Vignir Eðvaldsson

 

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Elín Jóna Rósinberg.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
 
1. Ágóðahlutagreiðsla eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands 2023 - 2310053
Lagt fram til kynningar bréf frá EBÍ þar sem tilkynnt er um ágóðahlutagreiðslu 2023. Hlutdeild Húnaþings vestra í Sameignarsjóði EBÍ er 0,953% og greiðsla ársins kr. 476.500.
 
Magnús Magnússon og Unnur Valborg Hilmarsdóttir véku af fundi kl. 14:03. Friðrik Már Sigurðsson varaformaður tók við fundarstjórn.
2. Jólahúnar - beiðni um afslátt af leigu Félagsheimilisins Hvammstanga - 2310054
Lögð fram ósk Rannveigar Erlu Magnúsdóttur fyrir hönd Jólahúna um afslátt af gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga. Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar í samræmi við gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga vegna viðburða í samfélagsþágu.
Magnús Magnússon og Unnur Valborg Hilmarsdóttir komu aftur til fundar kl. 14:07. Magnús Magnússon tók aftur við fundarstjórn.
 
3. Minnisblað um dreifnám - 2310031
Lagt fram sameiginlegt minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Húnaþings vestra og fræðslustjóra Félags- og skólaþjónustu A-Hún um stöðu dreifnáms í Húnaþingi vestra og Húnabyggð. Byggðaráð tekur jákvætt í að skipaður verði sameiginlegur starfshópur um málið með hagsmunaaðilum líkt og fjallað er um í erindinu. Hópurinn fengi það hlutverk að fara yfir stöðu og framtíðarhorfur dreifnáms og skili niðurstöðum og/eða tillögum til sveitarstjórna.
Sveitarstjóra falið að gera drög að erindisbréfi í samvinnu við sveitarstjóra Húnabyggðar og leggja fyrir byggðarráð.
 
4. Umsókn um lóðina Höfðabraut 36 - 2310057
Argu fjárfesting ehf. sækir um lóðina Höfðabraut 36 til byggingar iðnaðarhúsnæðis. Byggðarráð samþykkir að úthluta lóðinni Höfðabraut 36 til Argu fjárfestingar ehf.
 
5. Umsókn um almenna leiguíbúð - 2310058
Byggðarráð samþykkir að úthluta Birni Bjarnasyni íbúðinni að Garðavegi 18, efri hæð frá 1. desember 2023 til eins árs.
 
6. Erindi frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - 2310052
Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Í bréfinu er farið yfir niðurstöðu ársreiknings 2022 og bent á að aftenging reglna um fjármál sveitarfélaga fellur úr gildi á árinu 2025. Því sé nauðsynlegt að lágmarksviðmiðum sé náð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Húnaþing vestra uppfyllir þrátt fyrir aftenginu reglnanna öll viðmið í ársreikningi 2022 nema eitt, sem er rekstarniðurstaða. Í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að öll viðmið verði uppfyllt.
 
7. Húsnæðisáætlun 2024 - 2310064
Farið yfir forsendur vegna uppfærslu á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2024-2033. Sveitarstjóra er falið að ljúka við gerð áætlunarinnar og leggja fyrir byggðarráð að nýju.
 
8. Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, 238. mál. Umsagnarfrestur til 24. október 2023. - 2310039
Ekki þykir ástæða til umsagnar um málið.
 
9. Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2039 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028, 315. mál. Umsagnarfrestur til 26. október 2023. - 2310047
Byggðarráð veitti umsögn um málið þegar það var kynnt í Samráðsgátt stjórnvalda í júlí. Sveitarstjóra er falið að senda nefndasviði Alþingis samhljóða umsögn en í henni koma fram megin áherslur sveitarfélagsins í samgöngumálum.
 
10. Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi, 314. mál. Umsagnarfrestur til 1. nóvember 2023. - 2310061
Byggðarráð veitti umsögn um málið á síðasta þingi. Í umsögninni var m.a. bent á að með frumvarpinu sé gengið gegn skipulagsvaldi sveitarfélaga og þannig skapað hættulegt fordæmi auk þess sem starfsmenn eldvarnareftirlits og heilbrigðiseftirlits séu settir í erfiða stöðu að vinna gegn gildandi reglum og eigin sannfæringu. Sveitarstjóra er falið að senda samhljóða umsögn til nefndasviðs Alþingis.
 
Fundi slitið kl. 15:01.
 
 
 
 
 
 
Friðrik Már Sigurðsson Magnús Magnússon
Magnús Vignir Eðvaldsson Unnur Valborg Hilmarsdóttir
Elín Jóna Rósinberg
 
Var efnið á síðunni hjálplegt?