1196. fundur

1196. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 6. nóvember 2023 kl. 14:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Friðrik Már Sigurðsson varaformaður, Elín Lilja Gunnarsdóttir, Magnús Vignir Eðvaldsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Elín Jóna Rósinberg.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Elín Jóna Rósinberg.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
1. Opnun tilboða í fasteignina Lindarveg 3a - 2309039
Engin tilboð bárust.
 
2. Tjaldsvæðið Kirkjuhvammi skýrsla yfir starfsemi árið 2023 - 2310096
Lögð fram til kynningar.
 
3. Leiga á túni og beitarlandi Ytri-Völlum - 2310097
Á grundvelli forleiguákvæðis til fimm ára í gildandi leigusamningi óskar Indriði Karlsson eftir áframhaldandi leigu túns og beitarlands í landi Ytri-Valla. Sveitarstjóra er falið að gera drög að nýjum leigusamningi og leggja fyrir byggðarráð.
 
4. Leiga á beitarlandi Ytri-Völlum - 2311001
Á grundvelli forleiguákvæðis til fimm ára í gildandi leigusamningi óskar Aðalheiður Einarsdóttir eftir áframhaldandi leigu beitarlands í landi Ytri-Valla. Sveitarstjóra er falið að gera drög að nýjum leigusamningi og leggja fyrir byggðarráð.
 
5. Umsókn um styrk frá Aflinu - 2311011
Ekki er unnt að verða við beiðni um styrk. Byggðarráð beinir því til styrkbeiðanda að styrkbeiðnir vegna komandi fjárhagsárs þurfa að berast eigi síðar en í byrjun september til að verða teknar til greina við gerð fjárhagsáætlunar.
 
6. Úthlutun almennrar leiguíbúðar - 2308042
Afgreiðslu frestað.
 
7. Beiðni um afslátt af húsaleigu vegna jólamarkaðar í Félagsheimilinu Hvammstanga - 2311002
Byggðarráð samþykkir veitingu afsláttar vegna viðburða í samfélagsþágu samkvæmt gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga.
 
8. Milliuppgjör sveitarsjóðs Húnaþings vestra og undirfyrirtækja. Þriðji ársfjórðungur 2023. - 2311012
Rekstur er almennt samkvæmt áætlun.
 
9. Fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. október 2023 - 2311010
Lögð fram til kynningar.
 
10. Fundargerð 457. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 19. október 2023 - 2311004
Lögð fram til kynningar.
 
Fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 15:23.
Var efnið á síðunni hjálplegt?