1.
|
Bréf frá Flugklasanum 66N - 2406021
|
|
Lagt fram bréf frá Flugklasanum 66N þar sem settar eru fram nokkrar sviðsmyndir um framtíð klasans. Húnaþing vestra hefur ekki verið aðili að klasanum undanfarin ár og tekur því ekki afstöðu til þeirra hugmynda sem þar koma fram. Byggðarráð telur starfsemina mikilvæga fyrir þróun ferðaþjónustu á Norðurlandi en áhrifin séu mest í nærsamfélögum flugvallarins á Akureyri. Sveitarfélögin á Norðurlandi hafa frá upphafi staðið þétt að baki starfsemi klasans og fjármagnað hana að miklu leyti. Byggðarráð telur það ekki hlutverk sveitarfélaga að fjármagna starfsemi sem þessa til langframa og skorar á hið opinbera að fjármagna starfið til fulls.
|
|
|
|
2.
|
Starfshópur um byggingu aðstöðuhúss í Kirkjuhvammi - 2406024
|
|
Á árinu 2023 skilaði starfshópur á vegum Ungmennafélagsins Kormáks og USVH af sér vinnu við gerð teikninga að aðstöðuhúsi við knattspyrnuvöll í Kirkjuhvammi. Styrkti sveitarfélagið verkefnið um 3 milljónir. Nú liggja fyrir fullbúnar teikningar að húsi á lóð sem skilgreind er á deiliskipulagi fyrir hús af þessu tagi. Til að skipuleggja næstu skref við byggingu hússins og rekstur þess samþykkir byggðarráð að skipaður verði starfshópur sem hefur það hlutverk að: -Gera tillögu að framkvæmd byggingar aðstöðuhússins í samræmi við þær teikningar sem fyrir liggja unnar af Verkís ásamt gildandi deiliskipulagi. -Setja fram fjárhags- og tímaáætlun fyrir verkefnið byggt á fyrirliggjandi teikningum. -Gera tillögu að fyrirkomulagi á rekstri hússins. Hópinn skuli skipa 5 fulltrúar: -Tveir fulltrúar úr sveitarstjórn einn úr meirihluta sem jafnframt er formaður og einn úr minnihluta. -Fulltrúi frá Ungmennafélaginu Kormáki. -Fulltrúi frá USVH. -Rekstrarstjóri. Með hópnum starfi sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi. Gert er ráð fyrir að hópurinn skili niðurstöðum eigi síðar en 15. september 2024. Byggðarráð skipar Magnús Magnússon og Viktor Ingi Jónsson sem fulltrúa sveitarstjórnar í hópinn og verður Magnús Magnússon formaður. Sveitarstjóra er falið að óska eftir tilnefningum Ungmennafélagsins Kormáks og USVH.
|
|
|
|
Magnús Vignir Eðvaldsson vék af fundi kl. 14:14.
|
3.
|
Stytting vinnuviku kennara skólaárið 2024-2025 - 2406026
|
|
Lögð fram tillaga skólastjórnenda Grunnskóla Húnaþings vestra um fyrirkomulag styttingar vinnuviku starfsmanna skólans skólaárið 2024-2025. Er útfærsla styttingarinnar með sama hætti og skólaárið 2023-2024. Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu með fyrirvara um að breytingar verði gerðar á ákvæði um lengd vinnuviku í komandi kjarasamningum.
|
Magnús Vignir kom aftur til fundar kl. 14:20.
|
|
|
|
4.
|
Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar Norðurlands 2025 - 2406028
|
|
Lögð fram beiðni Markaðsstofu Norðurlands um skilgreiningu forgangsverkefna í Áfangastaðaáætlun Norðurlands fyrir árið 2025. Undanfarin ár hafa sömu verkefni verið skilgreind sem forgangsverkefni. Þau eru: Vatnsnes. Borðeyri. Reykjatangi. Kolugljúfur. Stígakerfi við Hvammstanga og víðar.
Sveitarstjóra er falið að auglýsa eftir tillögum íbúa að forgangsverkefnum og gera tillögu að áherslum sveitarfélagsins í áfangastaðaáætlun byggt á þeim og leggja fyrir byggðarráð.
|
|
|
|
5.
|
Ársreikningur Náttúrustofu Norðurlands vestra og fundargerð stjórnar frá 28. maí 2024 - 2406022
|
|
Lagt fram til kynningar.
|
|
|
|
Ellert Marísson og Ian Sauren fulltrúar Heartwood Afforested land komu til fundar við byggðarráð kl. 14:31 í gegnum fjarfundabúnað.
|
6.
|
Skógrækt í Húnaþingi vestra - 2405036
|
|
|
|
Fulltrúar Heartwood Afforested Land ehf. komu til fundar við byggðarráð og kynntu starfsemi sína og hugmyndir um skógrækt til kolefnisjöfnunar. Byggðarráð þakkar greinargóða kynningu en leggur áherslu á að fyrir liggur endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem ítarlega verður farið yfir skilgreiningu á landnýtingu og þar með hvar æskilegt er að skógrækt fari fram.
|
Ellert og Ian véku af fundi kl. 15:01.
|
|
|
|