1219. fundur

1219. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 8. júlí 2024 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Magnús Magnússon, formaður,
Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður,
Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður. 

Starfsmenn

Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

1.

Landbúnaðarráð - 211 - 2406005F

 

Fundur haldinn 3. júlí. Fundargerð í 2 liðum. Formaður byggðarráðs kynnti.

 

1.1

2406073 - Fjallskiladeild Hrútfirðinga að austan - beiðni um rökstuðning vegna fjármagns til viðhalds heiðagirðinga

   
 

1.2

2406059 - Skipting fjármagns til viðhalds styrkvega

 

Byggðarráð tekur undir athugasemdir landbúnaðarráðs vegna stórfelldrar skerðingar á framlagi Vegagerðarinnar frá árinu 2022 vegna úthlutunar fjármagns til styrkvega í sveitarfélaginu.

Afgreiðsla landbúnaðarráðs vegna úthlutunar fjármagns til styrkvega 2024 borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

Aðrir liðir fundargerðarinnar og fundargerðin í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

 

   

2.

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir - 2407010

 

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða ásamt áætluðum framlögum ríkisins í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Í minnisblaði Sambandsins er rakið að við nýafstaðin þinglok Alþingis hafi verið samþykkt frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga er varðar gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum landsins. Lagabreytinguna má rekja til sameiginlegrar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem gerð var þann 7. mars sl. til að greiða fyrir langtímakjarasamningum á vinnumarkaði. Með lagabreytingunni bætist við árlegt framlag til Jöfnunarsjóðs árin 2024-2027 til úthlutunar fyrir þau sveitarfélög sem bjóða öllum nemendum upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum.
Í drögum að skiptingu framlaga Jöfnunarsjóðsins milli sveitarfélaganna, er áætlað framlag til Húnaþings vestra kr. 4.839.520 frá ágúst-desember 2024.
Byggðarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að greina hvort að framlagið standi undir 75% af því sem foreldrar hefðu annars greitt á komandi haustönn.

 

   

3.

Breyting á skipan almannavarnarnefndar - 2406077

 

Lagt fram erindi frá Birgi Jónassyni lögreglustjóra Norðurlands vestra fyrir hönd almannavarnarnefndar í Húnavatnssýslum, en í erindinu er lagt til að almannavarnarnefnd í Húnavatnssýslum verði skipuð með eftirfarandi hætti:
- Sveitarstjórar
- Lögreglustjóri og yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra.
- Slökkviliðsstjórar í Húnabyggð, Húnaþingi vestra og Skagaströnd.
- Byggingar- og/eða skipulagsfulltrúar í Húnabyggð og Húnaþingi vestra.
- Læknir frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga.

Nefndin verði skipuð 10-11 fulltrúum auk varamanna.

Byggðarráð samþykkir breytta tilnefningu almannavarnarnefndar í Húnavatnssýslum og felur sveitarstjóra að undirbúa nauðsynlegar breytingar á samþykkt um stjórn Húnaþings vestra nr. 15/2024 vegna breytingarinnar, með fyrirvara um samþykki annarra sveitarstjórna í Húnavatnssýslum.

 

   

4.

Fundargerð 949. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. júní 2024 - 2406075

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

5.

Fundargerð 950. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. júní 2024 - 2406076

 

Lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fundargerð upplesin og samþykkt Fundi slitið kl. 14:45.

Var efnið á síðunni hjálplegt?