1224. fundur

1224. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 16. september 2024 kl. 00:00 Ráðhúsi.

Fundarmenn

Magnús Magnússon, formaður,
Elín Lilja Gunnarsdóttir, varaformaður,
Magnús Vignir Eðvaldsson, aðalmaður.

Starfsmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri,
Elín Jóna Rósinberg, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs. 

Fundargerð ritaði: Elín Jóna Rósinberg
 
1. Beiðni um launalaust leyfi - 2409024
Lögð fram beiðni Sigrúnar Evu Þórisdóttur um launalaust leyfi í eitt ár frá störfum sínum við Grunnskóla Húnaþings vestra. Fyrir liggur jákvæð umsögn skólastjóra. Byggðarráð samþykkir beiðnina í samræmi við Reglur Húnaþings vestra um veitingu launalausra leyfa.
 
2. Boð á 8. haustþing SSNV - 2409031
Lagt fram boð á 8. haustþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem fram fer 15. október nk. á Blönduósi. Fulltrúar Húnaþings vestra á þinginu eru Þorleifur Karl Eggertsson, Magnús Magnússon, Magnús Eðvaldsson, Sigríður Ólafsdóttir og Elín Lilja Gunnarsdóttir. Einnig situr sveitarstjóri þingið með málfrelsi og tillögurétt.
 
3. Endurnýjun bílaflota Brunavarna Húnaþings vestra - 2409032
Lögð fram beiðni slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra um viðbótarfjárveitingu á árinu 2024 vegna endurnýjunar bílaflota liðsins. Um er að ræða kaup á tveimur bílum og verða tveir bílar seldir. Með breytingunum er viðbragð slökkviliðsins bætt til muna og þar með öryggi íbúa sveitarfélagsins. Kostnaður við breytingarnar er kr. 12 milljónir. Byggarráð samþykkir beiðnina og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.
 
4. Lok lóðarleigusamnings vegna Norðurbrautar 30 - 2212015
Áður á dagskrá 1214. fundar byggðarráðs sem haldinn var þann 22. maí sl. þar sem ferli málsins er rakið. Fulltrúar sveitarfélagsins funduðu með eigendum eignarinnar að Norðurbraut 30 og fulltrúum þeirra í júní sl. Í framhaldi var farið heildstætt yfir málið. Samþykkt er að leggja fram lokatilboð til uppgjörs í tilefni af lokum lóðarleigusamninga auk ítrekunar á boði um niðurrif og förgun eignarinnar. Gefinn verður lokafrestur til að rýma eignina. Lögmönnum sveitarfélagsins er falið að vinna málið áfram með sveitarstjóra.
 
5. Lok lóðarleigusamnings vegna Norðurbrautar 32 - 2212016
Áður á dagskrá 1214. fundar byggðarráðs sem haldinn var þann 22. maí sl. þar sem ferli málsins er rakið. Fulltrúar sveitarfélagsins funduðu með eigenda eignarinnar að Norðurbraut 32 og fulltrúum hans í júní sl. Í framhaldi var farið heildstætt yfir málið. Samþykkt er að leggja fram lokatilboð til uppgjörs í tilefni af lokum lóðarleigusamninga auk ítrekunar á boði um niðurrif og förgun eignarinnar og að fjarlægja þrær og malarhaug við steypusíló að Norðurbraut 32. Gefinn verður lokafrestur til að rýma eignina. Lögmönnum sveitarfélagsins er falið að vinna málið áfram með sveitarstjóra.
 
6. Fundargerð 465. fundar Hafnasambands Íslands frá 9. september 2024 - 2409033
Lögð fram til kynningar.
 
Bætt á dagskrá:
7. Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli - 2407056
Áður á dagskrá 1220. fundar byggðrráðs sem fram fór þann 6. ágúst sl. Lögð fram drög að samningi milli Fjarskiptasjóðs og Húnaþings vestra um stuðning við ljósleiðaravæðingu lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra undirritun hans.
 
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 14:46.
Var efnið á síðunni hjálplegt?