936. fundur

936. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 13. mars 2017 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður, Elín R. Líndal, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri

Fundargerð ritaði: Guðný Hrund Karlsdóttir

Afgreiðslur:

  1. Rekstrarstjóri kemur til fundar

    Farið yfir helstu verkefni sem unnið er að og framundan eru skv. fjárhagsáætlun 2017 s.s. framkvæmdir við hitaveitu, uppsetningu búnaðar í dæluhúsum hitaveitu og netvæðing, endurnýjun á aðveitulögn hitaveitu á Laugarbakka, hönnun á vatnsveitu á Laugarbakka, tilboð í gólfefni í íþróttahús íþróttamiðstöðvar, viðhald og breytingar í grunnskólanum á Hvammstanga ofl.

  2. Fundargerðir lagðar fram til kynningar
    1. 1701012 Fundargerð aðalfundur Róta bs. frá 25.janúar sl.
    2. 1703016  Fundargerð 847. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga dags. 24. febrúar sl.
    3. 1702009  Fundargerð 392. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 17. febrúar sl.
  3. Umsóknir um lóðir.
    1. 1702029  Elísa Ýr Sverrisdóttir og Óskar Einar Hallgrímsson sækja um íbúðarhúsalóð að Bakkatúni nr. 10 eða til vara nr. 4.  Þar sem búið er að úthluta lóðinni að Bakkatúni 10 samþykkir byggðarráð að úthluta þeim lóðinni á Bakkatúni 4.
    2. 1703013  Eric Dos Santos sækir um íbúðarhúsalóð á Bakkatúni 8. Byggðarráð samþykkir að úthlut honum lóðina að Bakkatúni 8.
    3. 1612005 Reykjahöfði ehf. sækir um lóð númer 4 við Kirkjuhvammsveg norðan við núverandi lóð Reykjahöfða til að byggja þar allt að 10 smáhýsi.  Byggðarráð samþykkir að úthluta Reykjahöfða umbeðinni lóð við Kirkjuhvammsveg.
  4. 1702034  Lagt fram til kynningar bréf Viðlagatryggingar Íslands dags. 20. febrúar sl.  
  5. 1702049  Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar dags. 23. febrúar sl. um lýsingu á þjóðvegum í þéttbýli. 
  6. 1703011  Lagt fram fundarboð á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður föstudaginn 24. mars nk. á Grand hóteli í Reykjavík og hefst kl. 10:00.  Fulltrúar Húnaþings vestra eru Unnur Valborg Hilmarsdóttir oddviti og Elín R. Líndal, til vara Elín Jóna Rósinberg og Ingimar Sigurðsson.
  7. 1703015  Lagt fram tölvubréf frá Guðmundi R. Svavarssyni um mögulegt samstarf um byggingu íbúðarhúsa á Hvammstanga.  Byggðarráð þakka áhugann.  Nú stendur yfir vinna við gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið.  Í framhaldi af þeirri vinnu verður tekin ákvörðun um hvort og þá með hvaða hætti sveitarfélagið kemur að mögulegu átaki um aukið framboð íbúðahúsnæðis í sveitarfélaginu umfram núgildandi reglur um eftirgjöf á gatnagerðagjöldum. 
  8. 1703012  Lagt fram aðalfundarboð Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður föstudaginn 24. mars nk. kl 16:00 á Grand Hótel Reykjavík. Samþykkt að sveitarstjóri Guðný Hrund Karlsdóttir fari með atkvæði Húnaþings vestra á fundinum og Unnur Valborg Hilmarsson oddviti til vara.
  9. 1703007  Lagt fram aðalfundarboð Landssamtaka landeigenda á Íslandi sem haldinn verður að Hótel Sögu, fundarsal Kötlu II þann 23. mars nk og hefst kl 13:00. Samþykkt að sveitarstjóri Guðný Hrund Karlsdóttir verði fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og Unnur Valborg Hilmarsson oddviti til vara.
  10. 1702045  Lagt fram tölvubréf frá SSNV, þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa á ársþing SSNV sem haldið verður 7. apríl nk.  Húnaþing vestra á rétt á 4 fulltrúum.  Samþykkt að fulltrúar Húnaþings vestra á ársþinginu verði: Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Elín R. Líndal og Ingimar Sigurðsson.  Til vara Elín Jóna Rósinberg, Gunnar Þorgeirsson, Valdimar Gunnlaugsson og Sigríður Elva Ársælsdóttir.
  11. 1702048  Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dags 23. febrúar sl. þar sem minnt er á Styrktarsjóð EBÍ 2017.  Sveitarstjóra falið að kanna hvaða verkefni sveitarfélagsins gætu fallið undir reglur um styrkúthlutun.
  12. 1609065  Lögð fram til kynningar starfsskýrsla Ferðamálafélags Vestur-Húnavatnssýslu fyrir árið 2016.
  13. Samgöngumál.  Byggðarráð Húnaþings vestra lýsir yfir vonbrigðum með stöðu samgöngumála á landinu.  Miðað við nýjust fréttir um skort á fjármagni til þegar samþykktra framkvæmda er ljóst að hin fjögurra mánaða gamla samgönguáætlun sem afgreidd var á síðasta þingi er í algeru uppnámi. Ekki aðeins þau verkefni sem útlit er fyrir að verði skorin niður á þessu ári, heldur áætlunin öll. Samkvæmt þeim upplýsingum sem byggðarráð fékk á fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir skömmu höfðu þeir nánast ekki úr neinu að spila í almennt viðhald, hvað þá nýframkvæmdir. Síðan sá fundur átti sér stað hefur enn frekar verið skorið niður.

    Byggðarráð skorar á stjórnvöld að finna nú í eitt skipti fyrir öll lausn á þeim brýna vanda sem skapast hefur í samgöngumálum. Ekki er aðeins um öryggismál að ræða fyrir íbúa og ferðamenn á landinu heldur einnig brýnt byggðamál þar sem langlundargeð íbúa þar sem ástandið er verst er fyrir löngu þrotið.
  14. Lagt fram bréf Ísorku, þar sem boðið er upp á þjónustu varðandi uppsetningu og rekstur á rafhleðslustöð fyrir bifreiðar.   
    Lagt fram ódagsett bréf frá Ísorku, móttekið 8. mars 2017, þar sem fyrirtækið býður sveitarfélaginu að tengja rafhleðslustöð, sem það fékk að gjöf frá Orkusölunni, við rekstrar- og upplýsingakerfi Ísorku.

    Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Málið er í vinnslu hjá sveitarfélaginu og ekki hægt að taka afstöðu að svo komnu máli.

    Samþykkt að taka á dagskrá

  15. Hraðhleðslustöð, gjöf frá Orkusölunni.  Sveitarstjóri greindi frá því að Húnaþingi vestra hefði verið fengin hraðhleðslustöð að gjöf frá Orkusölunni, dótturfyrirtæki RARIK.  Orkusalan gefur öllum sveitarfélögum landsins hleðslustöð fyrir rafbíla, alls um 80 talsins. Með þessu vill fyrirtækið auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar hringinn í kringum landið.   Byggðarráð þakkar Orkusölunni fyrir gjöfina. 

    Byggðarráð leggur til að hraðhleðslustöðin verði staðsett við Upplýsingamiðstöð sveitarfélagsins á Hvammstanga.  Sveitarstjóra falið að ræða við framkvæmdarstjóra Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna á Hvammstanga.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:16

Var efnið á síðunni hjálplegt?