937. fundur

937. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 27. mars 2017 kl. 14:00 .

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður og  Elín R. Líndal, aðalmaður.

 

Embættismenn: 
Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Afgreiðslur:

  1. 1703017  lagt fram bréf frá íbúum á Laugarbakka, þar sem óskað er eftir að lagður verði gangstígur fyrir neðan túnið á Saurum ca 200 m langur.   Sveitarstjóra falið að kanna áætlaðan kostnað við framkvæmdina og mögulegar útfærslur.
  2. 1703039  Lagt fram bréf frá Markaðsstofu Norðurlands dags. 13. mars sl. þar sem óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í verkefninu Arctic Coast Way eða strandvegur á Norðurlandi með framlagi að upphæð kr. 500 á íbúa.  Byggðarráð samþykkir erindið og felur sviðsstjóra fjármála –og stjórnsýslusviðs að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna þess.  
  3.  1703030  Lagt fram aðalfundarboð Hæðarinnar ehf. sem haldinn verður í fjarkennslustofunni að Höfðabraut 6 á Hvammstanga fimmtudaginn 30. mars nk. og hefst kl. 17:00.  Samþykkt að sveitarstjóri verði fulltrúi Húnaþings vestra á fundinum og oddviti til vara.
  4. Lóðaumsóknir 1703022, 1703023, 1703024, 1703025, 1703026, 1703027 og 1703028.
    Reynd að smíða ehf sækir um  f.h. óstofnaðs hlutafélags  lóðir við Lindarveg 16, 18, 20, 22, 24, 26, og 28 til að byggja þar frístundahús.

    Byggðarráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra undirritun lóðasamninga.  Sveitarstjóra í samráði við rekstrarstjóra og fjármálastjóra  falið að leggja fram tillögu að viðauka vegna kostnaðar við gatnagerð Lindarvegar.

  5. 1703021  Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er eftir umsögn skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.  Reykjahöfði ehf. sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II, stærra gistiheimili að Norðurbraut 22A á Hvammstanga.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.   
  6. 1703035  Lögð fram beiðni um leikskólavistun utan lögheimilssveitarfélags.  Byggðarráð samþykkir að fresta erindinu. 
  7. 1703038  Lagt fram bréf SSNV ásamt afrit af bréfi Orkustofnunar þar sem lýst er áhuga Orkustofnunar á samstarfi við sveitarfélög um kortlagningu á möguleikum til smávirkjana í vatnsafli minni en 10MW. Samþykkt að vísa erindinu til skoðunar hjá landbúnaðarráði.
  8. 1703038  Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNV frá 7. mars sl.  
  9. 1703041 Lagt fram bréf UMFÍ, boð á setningu  og pallborðsumræður ráðstefnunnar          „ Ungt fólk og lýðræði“ sem haldin verður á Hótel Laugarbakka 6. og 7. apríl nk.  og hefst kl. 10:00
  10. Greiðslur fyrir fundasetu.  Sveitarstjóra – og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að gera drög að „Samþykkt um kjör í stjórnum, ráðum og nefndum Húnaþings vestra“ í samræmi við samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Húnaþings vestra og leggja fyrir næsta fund byggðarráðs.
  11. Náttúrustofa Norðurlands.  Byggðarráð samþykkir að tilnefna Unni Valborgu Hilmarsdóttur í stjórn Náttúrustofu Norðurlands.
  12. 1703032  Lagt fram til kynningar uppsagnarbréf Skúla Húns Hilmarssonar rekstrarstjóra framkvæmda –og umhverfissviðs.  Skúli mun láta af störfum 30. júní nk.  Auglýsing um starfið hefur verið birt  með umsóknarfresti til 11. apríl nk.   

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                          Fundi slitið kl: 15:20

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?