939. fundur

939. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 8. maí 2017 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Sigurbjörg Jóhannesdóttir, varamaður, Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður og  Elín R. Líndal, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Afgreiðslur:

  1. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Jenný Þórkatla Magnúsdóttir mætir til fundar við byggðarráð. Farið yfir starfsmannamál leikskólans Ásgarðs, en erfitt hefur verið að manna lausar stöður.  Byggðarráð samþykkir tillögur sviðsstjóra að tímabundinni lausn.
  2. Skólastjóri grunnskólans, Sigurður Þór Ágústsson,  mætir til fundar við byggðarráð. Farið yfir húsnæðismál mötuneytis grunnskólans og kynntar hugmyndir um lausn. Skólastjóra og sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu.  Sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat einnig fundinn undir þessum lið.    
  3. Fundargerðir lagðar fram til kynningar:
    1705006 
    Fundargerð 849. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31. mars sl.
    1705007  Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 27. mars sl.
    1705008  Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 28. apríl sl.
    1705027  Fundargerð stjórnar SSNV frá 7. apríl sl.
  4. 1705009  Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2016 lagður fram til kynningar.
  5. 1705010  Lagt fram erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags 12. apríl sl. þar sem boðað er til málþings um innleiðingu Sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks þann 16. maí nk. á Grand hóteli í Reykjavík.
  6. 1705011  Lögð fram til kynningar ályktun veiðifélaga við Húnaflóa, um fyrirætlanir um stórfellt laxeldi með norskan eldislax í opnum sjókvíum við Ísland.
  7. 1705013  Lögð fram til kynningar ársskýrsla  Veiðifélags Miðfirðinga 2016-2017
  8. 1705012  Lagt fram aðalfundarboð Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn verður 24. maí nk. kl 14:00 að Katrínartúni 2 í Reykjavík.
  9. 1704029  Lagt fram bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 19. apríl sl. þar sem tilkynnt er að arðgreiðsla til Húnaþings vestra árið 2017 er að frá dregnum fjármagnstekjuskatti kr. 3.507.704. 
  10. 1704013  Lagt fram til kynningar bréf frá Brú lífeyrissjóði vegna breytinga á A-deild sjóðsins.  
  11. 1705014   Árshlutauppgjör janúar-mars 2017.  Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu fjárhagsbókhalds fyrstu 3 mánuði ársins og samanburður við fjárhagsáætlun sama tímabils.  Rekstur er almennt í samræmi við áætlun ársins.

Tekið á dagskrá:

   12. Lóðaumsóknir:

1705019  Ingibjörg G. Geirsdóttir f.h. óstofnaðs hlutafélags sækir um lóðirnar nr. 3 og 6 við Bakkatún á Hvammstanga.
Byggðarráð samþykkir ofangreindar umsóknir um lóðirnar Bakkatún 3 og Bakkatún 6.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:40

Var efnið á síðunni hjálplegt?