942. fundur

942. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 10. júlí 2017 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður og  Elín R. Líndal, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Afgreiðslur

 1. Lögð fram fundargerð 285. fundar skipulags-og umhverfisráðs frá 6. júlí sl.  Fundargerð í 4 liðum.

  1. dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum
  2. dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum
  3. dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum
  4. dagskrárliður borinn undir atkvæði og samþykktur með 3 atkvæðum

Fundargerðin  í heild sinni borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum

2. 1706016  Lagt fram erindi frá N4, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið styrki gerð þáttaraðarinnar „ Atvinnupúlsinn á Norðurlandi vestra“ með því að kaupa auglýsingu sem birt yrði í tengslum við sýningu þáttanna.  Byggðarráð samþykkir að taka auglýsingatilboði númer 2. kr. 235.600

3. 1706022  Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar um fjögurra ára samgönguáætlun hafna- og sjóvarna fyrir árin 2018-2022.     4. 1706030  lagt fram bréf SSNV dags. 23. júní sl. þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Húnaþings vestra.  Húnaþing vestra skipar 7 fulltrúa og 7 til vara. Byggðarráð samþykkir að tilnefna samkvæmt  eftirfarandi:

Aðalmenn:
Bjarni Þór Einarsson
Valgerður Kristjánsdóttir
Ingibjörg Jónsdóttir
Guðrún Lára Magnúsdóttir
Reimar Marteinsson
Hrund Jóhannsdóttir
Ingimar Sigurðsson
                    

Varamenn:
Guðmundur Haukur Sigurðsson
Vigdís Gunnarsdóttir
Eðvald Daníelsson
Sigurður Þór Ágústsson
Elín R. Líndal
Þórey Edda Elísdóttir
Magnús Magnússon

5. 17006032  Lagt fram bréf Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 26. júní sl.  Í bréfinu er sveitarfélögum á starfssvæði SSNV boðið að mæta á sameiginlegan fund sveitarfélaganna til að ræða kosti sameiningar þeirra í eitt sveitarfélag.  Byggðarráðþakkar boðið og mun senda fulltrúa sinn á kynningarfund þegar til hans verður boðað. 

6. 1706035  Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs dags 28. júní sl. þar sem sveitarfélaginu eru boðnar til kaups tvær fasteignir Íbúðalánasjóðs í sveitarfélaginu.  Byggðarráð samþykkir að hafna boðinu.

7. 1706036  lagt fram bréf Skógræktarinnar dags. 26. júní sl.  þar sem tilkynnt er um nýjan samning um skógrækt á jörðinni Torfastöðum í Miðfirði.  Einnig er óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar um hvort framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð nr. 772/2012 sé krafist.  Byggðarráð samþykkir að vísa bréfinu til umsagnar skipulags- og umhverfisráðs.    

8. 1706037  Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 30. júní sl. þar sem kynnt er ný áætlun vegna refaveiða árin 2017-2019.  Frestur til að senda inn athugasemdir er til 15. ágúst nk. Byggðarráð samþykkir að vísa bréfinu til afgreiðslu landbúnaðarráðs.

9. 1707003  Lagt fram bréf Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra dags. 3. júlí sl. í bréfinu kemur fram að skortur er á leiguíbúðum fyrir aldraða og biðlisti, sem trúlega á eftir að lengjast  og fer þess vegna stjórn félagsins þess á leit við sveitarstjórn að hún beiti sér fyrir byggingu hentugra íbúða fyrir aldraða í sveitarfélaginu.   Byggðarráð þakkar erindið og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að skoða málið í tengslum við gerð húsnæðisáætlunar fyrir sveitarfélagið.   

10. 1707005  Lagt fram bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags 30. júní sl. sem varðar erindi Þorbjargar Ingu Ásbjarnardóttur um tímabundna færslu mataraðstöðu nemenda grunnskólans í félagsheimilið á Hvammstanga.

Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

11. 1707006  Lagt fram bréf Forsætisráðuneytisins dags. 5. júlí sl. Fyrirspurn um hvort sveitarfélagið sé aðili að samningum um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma og annarra jarðefna innan þjóðlendna.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

12. 1707009  Lögð fram til kynningar fundargerð 851. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. 

13. 1707010  Lagt fram bréf Auðbjargar K. Magnúsdóttur, þar sem óskað er eftir meðmælum frá sveitarstjórn um lögbýlisrétt fyrir land nr. 144423 Grænihvammur.  Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að mæla með lögbýlisrétti á ofangreint landnúmer.  Elín Jóna Rósinberg vék af fundi við umræður og afgreiðslu þessa liðar.

14. 1707011  Lagt fram tölvubréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um verkefnið „Vinátta í verki“   söfnun vegna náttúruhamfara sem urðu á Grænlandi  þann 18. júní sl.   Byggðarráð samþykkir að styrkja söfnunina um kr. 100.000

15. 1707012  Lagt fram bréf Vegagerðarinnar dags. 5. júlí sl.  Umsagnarbeiðni um niðurlagningu Skarðsvita.  Sveitarstjóra falið að skoða erindið. 

Samþykkt að bæta á dagskrá

16. Byggðarráð felur umhverfisstjóra að skoða hvernig hægt sé að bregðast við dreifingu kerfils og njóla innan þéttbýlisins og beinir því til Vegagerðarinnar að gera átak í að eyða kerfli á vegsvæðum innan sveitarfélagsins.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl:15:33

 

 

Var efnið á síðunni hjálplegt?