943. fundur

943. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 31. júlí 2017 kl. 14:00 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður og  Elín R. Líndal, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Afgreiðslur:

  1. Lögð fram fundargerð 151. fundar landbúnaðarráðs.   Fundargerð í 2 liðum.
    Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.
  2. Lögð fram erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, þar sem óskað er eftir umsögnum skv. lögum nr 85/2007 um veitingastaði og skemmtanahald og reglugerðar nr. 1277/2016 um sama efni.
    1. 1707032 Núpskollur ehf. sækir um leyfi  til reksturs veitingastaðar skv III flokki  c fyrir Söluskálann Hvammstanga.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.  
      b.  1707033 Knútur A. Óskarsson sækir um leyfi til reksturs gististaðar skv. flokki III d. fyrir Farfuglaheimilið Ósa.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
      c.  1707034 Ósafell ehf. sækir um leyfi skv. flokki II c  til reksturs veitingastaðar í þjónustuhúsi að Ósum.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
      d.  1707051 Gauksmýri ehf. sækir um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV b fyrir Sveitasetrið Gauksmýri .  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra.
  3. 1707042 Lagt fram fundarboð Sambands íslenskra sveitarfélaga og Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, þar sem boðað er til fundar með sveitarfélögum um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.  Fundurinn verður haldinn í Dalsmynni í Húnavatnshreppi þann 30. ágúst n.k. kl 12-14. Samþykkt að oddviti og sveitarstjóri verði fulltrúar Húnaþings vestra á fundinum.
  4. 1707021  Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar dags. 28. júní sl, þar sem tilkynnt er úthlutun framlags til styrkvega í Húnaþingi vestra árið 2017  kr. 1.800.000.  Byggðarráð gerir alvarlegar athugasemdir við þá skerðingu á fjármagni sem veitt er til styrkvega , en til samanburðar var framlagið á árinu 2009 kr. 5.500.000     
  5. 1707043  Lagt fram bréf Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 29. júní sl.  Í bréfinu er óskað eftir gögnum varðandi  stjórnsýslukæru Móa ehf. vegna útgáfu byggingarleyfis fyrir veiðihúsið Þúfu á Refsteinsstöðum II.  Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
  6. Lagðar fram styrkumsóknir í Atvinnu- og nýsköpunarsjóð Húnaþings vestra.
    Fjórar umsóknir bárust.
    Afgreiðslu frestað til næsta fundar. 
  7. 1707052 Árshlutauppgjör janúar-júní 2017.   Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit sveitarsjóðs og undirfyrirtækja fyrstu 6 mánuði ársins og samanburður við fjárhagsáætlun sama tímabils.  Rekstur er almennt í samræmi við áætlun ársins,  þó einstaka liðir þarfnist nánari skoðunar.  

 Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:24

Var efnið á síðunni hjálplegt?