950. fundur

950. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn miðvikudaginn 18. október 2017 kl. 08:00 Í fundarsal Ráðhúss.

Fundarmenn

Fundinn sátu:      
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín R. Líndal, aðalmaður og Elín Jóna Rósinberg aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. 1505035  Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem fyrir var tekið mál nr. 9/2016 kæra Húnaþings vestra á ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 9. desember 2015 um að nýting kalkþörungasets í Miðfirði skuli ekki háð mati  á umhverfisáhrifum.  Úrskurðarorð eru að kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
  2. 1710011  Lagt fram bréf Ingunnar Elsu Rafnsdóttur dags. 11. október sl.  þar sem fram koma ábendingar um nokkur gatnamót á Hvammstanga þar sem lélegt útsýni er fyrir ökumenn, ýmist vegna gróðurs eða bílastæða og hvort mögulegt væri að setja upp spegla við þessi gatnamót til að tryggja öryggi vegfarenda. Byggðarráð þakkar góðar ábendingar og felur sveitarstjóra að skoða málið.
  3. 1710030 Lagt fram bréf frá Fjarskiptasjóði um úthlutun byggðastyrkja 2018 í verkefninu „ Ísland ljóstengt“.  Styrkur til Húnaþings vestra er kr. 11.700.000.
  4. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
    1710029  Fundargerð 397. fundar Hafnasambands Íslands.
    1710031  Fundargerð 4. fundar Þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra.
  5. 1709065  Lagt fram til kynningar tölvubréf  frá SSNV með umsögn lögreglustjóra um drög að sameiginlegri lögreglusamþykkt fyrir öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra. 
  6. 1709083  Lögð fram umsókn frá Sveini Inga Bragasyni og Erlu Björg Kristinsdóttur um byggingarlóð undir einbýlishús að Lindarvegi 10 á Hvammstanga.

Byggðarráð samþykkir ofangreinda umsókn að Lindarvegi 10 á Hvammstanga.   

 

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 08:48

Var efnið á síðunni hjálplegt?