Afgreiðslur:
- Fundargerðir lagðar fram til kynningar
a) 1711006 Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélagafrá 27. október sl.
b) 1711022 Fundargerð stjórnar SSNV frá 7. nóvember sl.
c) 1711023 Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands frá 25. október sl.
- 1711017 Lagt fram bréf Landgræðslu ríkisins dags. 7. nóvember sl. Beiðni um styrk að upphæð kr. 114.000 til samstarfsverkefnisins „Bændur græða landið“ vegna ársins 2017. Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið að þessu sinni.
- 1711019 Lagt fram erindi Sólrúnar G. Rafnsdóttur dags. 1. nóvember sl. þar sem hún óskar eftir framlengingu á árskorti sínu í íþróttamiðstöðina vegna lokunar íþróttasals í sumar þegar verið var að endurnýja gólfefni í íþróttasal.
Byggðarráð hafnar erindinu á þeim forsendum að þeir sem kaupa árskort í íþróttamiðstöðina þurfa að gera ráð fyrir að loka þurfi eða takmarka notkun tímabundið á hverju ári vegna viðhalds og endurnýjunar mannvirkisins.
- 1711020 Lögð fram styrkumsókn frá Blakdeild Kormáks dags. 17. október sl. Erindinu frestað til næsta fundar.
- 1711016 Lögð fram styrkumsókn frá mótsnefnd „Ísmótsins Svínavatn 2018“ Byggðarráð hafnar erindinu.
- 1711010 Lagt fram erindi Þorbjargar Ingu Ásbjarnardóttur og Jóhannesar Óskars Sigurbjörnssonar dags. 1. nóvember sl. þar sem þau óska eftir að Húnaþing vestra greiði sinn hlut í endurnýjun girðinga á milli Þorgrímsstaða og Engjabrekku á árinu 2018. Um er að ræða 1200 metra langa girðingu. Byggðarráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
- 1711024 Lagt fram til kynningar erindi SSNV, dags. 1. nóvember sl. og afrit af bréfi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, þar sem sveitarstjórnum á Norðurlandi vestra er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir við tillögu vinnuhóps ráðuneytisins um rekstur flugsamgöngukerfis innanlands.
- 1711021 Árshlutauppgjör janúar-september 2017. Lagt fram til kynningar rekstraryfirlit sveitarsjóðs og undirfyrirtækja fyrstu 9 mánuði ársins og samanburður við fjárhagsáætlun sama tímabils. Rekstur almennt í samræmi við áætlun, en þó fara málefni fatlaðra og hreinlætismál framúr upphaflegri áætlun, og hefur verið brugðist við því með gerð viðaukavið áætlunina.
Samþykkt að taka á dagskrá
9. Leiðrétt lögheimili Reykjaeigna ehf.
Byggðarráð samþykkir að flytja lögheimili Reykjaeigna ehf. að Hvammstangabraut 5 á Hvammstanga.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið 14:57