954. fundur

954. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn föstudaginn 17. nóvember 2017 kl. 08:15 í fundarsal Ráðhússins.

Fundarmenn

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín R. Líndal, aðalmaður  var í síma og Elín Jóna Rósinberg aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir

Afgreiðslur:

  1. 1709067  Ráðning sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Lögð fram eftirfarandi tillaga „Oddviti hefur sbr. 288. fund sveitarstjórnar þann 31. október 2017 leitað til lögmanns sem óháðs þriðja aðila varðandi ráðningu sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Það er mat hans að meðferð ráðningaferlis hafi verið í samræmi við það sem tíðkast um ráðningar í sambærileg störf og í samræmi við viðurkennd viðmið sem um slíkar ráðningar gilda. Að teknu tilliti til umsókna um starf, skoðunar lögmanns og mati byggðarráðs á gögnum máls er það afstaða ráðsins að Ingibjörg Jónsdóttir uppfylli best allra umsækjenda skilyrði til að fá ráðningu og sé hæfust umsækjenda um starfið. Leggur byggðaráð til við sveitarstjórn Húnaþings vestra að Ingibjörg Jónsdóttir verði ráðin í starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs."  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 08:19

Var efnið á síðunni hjálplegt?