Afgreiðslur:
- Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
- 1712012 Fundargerð 399. fundar Hafnasambands Íslands ásamt bréfi Samgöngustofu um öryggismál í höfnum landsins. Sveitarstjóra falið að fara yfir öryggismál hafnarinnar á Hvammstanga.
- 1712013 Fundargerð stjórnar SSNV frá 28. nóvember sl.
- 1712014 Fundargerð þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks frá 5. desember sl.
- 1609002 Lögð fram lokaskýrsla vegna styrkveitingar sem Yndir ehf. fékk úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Byggðarráð samþykkir skýrsluna og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að greiða eftirstöðvar styrksins.
- 1712015 Samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum. Gildistími samþykktar um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum sem samþykktur var á 917. fundi byggðarráðs rennur út 31. desember nk. Byggðarráð samþykkir að framlengja gildistímann til 31.12.2018.
- 1712016 Breytingar á skipuriti Húnaþings vestra. Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu og lykilstjórnendur í Húnaþingi vestra og vísar skipuritinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Samþykkt að taka á dagskrá
5. 1612017 Lagt fram til kynningar bréf Rakelar Jönu Arnfjörð dags. 6. desember sl. varðandi afgreiðslu byggðarráðs þann 4. desember sl. á bréfi hennar dags. 29. nóvember sl.
6. Tillögur starfshóps um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra lagðar fram til kynningar. Vinnuhópurinn hefur nú lokið störfum og skilað inn tillögum sínum.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl: 15:02