957. fundur

957. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn mánudaginn 11. desember 2017 kl. 14:00 Í fundarsal Ráðhúss.

Fundarmenn

Elín Jóna Rósinberg aðalmaður, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Ingimar Sigurðsson, varamaður

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Guðrún Ragnarsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Guðrún Ragnarsdóttir.

Afgreiðslur:

  1. Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
    1. 1712012 Fundargerð 399. fundar Hafnasambands Íslands ásamt bréfi Samgöngustofu um öryggismál í höfnum landsins. Sveitarstjóra falið að fara yfir öryggismál hafnarinnar á Hvammstanga.
    2. 1712013  Fundargerð stjórnar SSNV frá 28. nóvember sl.   
    3. 1712014 Fundargerð þjónusturáðs um málefni fatlaðs fólks frá 5. desember sl.
  2. 1609002  Lögð fram lokaskýrsla vegna styrkveitingar sem Yndir ehf. fékk úthlutað   úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra.   Byggðarráð samþykkir skýrsluna og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að greiða eftirstöðvar styrksins. 
  3. 1712015  Samþykkt um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum.   Gildistími samþykktar um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum sem samþykktur var á 917. fundi byggðarráðs rennur út 31. desember nk.  Byggðarráð samþykkir að framlengja gildistímann til 31.12.2018.
  4. 1712016  Breytingar á skipuriti Húnaþings vestra.  Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu að nýju skipuriti fyrir stjórnsýslu og lykilstjórnendur í Húnaþingi vestra og vísar skipuritinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.


Samþykkt að taka á dagskrá

  5. 1612017 Lagt fram til kynningar bréf Rakelar Jönu Arnfjörð dags. 6. desember sl. varðandi afgreiðslu byggðarráðs þann 4. desember sl. á bréfi hennar dags. 29. nóvember sl. 

  6. Tillögur starfshóps um framtíðarskipan skólamála í Húnaþingi vestra lagðar fram til kynningar.  Vinnuhópurinn hefur nú lokið störfum og skilað inn tillögum sínum.  

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 15:02

Var efnið á síðunni hjálplegt?