962. fundur

962. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 6. mars 2018 kl. 08:05 Ráðhús.

Fundarmenn

Elín Jóna Rósinberg, aðalmaður, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, aðalmaður, Elín R. Líndal, aðalmaður.

Starfsmenn

Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri.
Ingibjörg Jónsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Jónsdóttir

Afgreiðslur:

  1. Rekstrarstjóri Unnsteinn Andrésson mætir til fundar við byggðarráð.  Farið yfir helstu verkefni, má þar nefna hitaveitu í Víðidal og Miðfirði, framkvæmdir við Lindarveg, göngustíg á Laugarbakka, viðbygging íþróttamiðstöðvar, útsýnispall við Kolugljúfur í Víðidal, snjómokstur, skólabrú, vatnsveitu Reykjaskóla og viðhald hitaveitu á Laugarbakka.
  2. Fundargerðir lagðar fram til kynningar
    a.  1801020 Fundargerð 857. fundar Sambands ísl. sveitarf. dags. 23. feb. sl.
  3. 1802075 Bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands um styrktarsjóð EBÍ 2018, lagt fram til kynningar. 
  4. 1802044 Bréf frá Sýslumanni Norðurlands vestra þar sem óskað er eftir umsögn skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Reykjahöfði ehf. sækir um leyfi til að reka gististað í flokki II. Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samráði við byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra
  5. 1707024 Bréf frá Gerði Rósu Sigurðardóttur vegna Atvinnu- og nýsköpunarsjóðs Húnaþings vestra, lagt fram.  Byggðarráð ákveður að fresta erindinu.
  6. Lagt fram erindi frá Jarðasjóði um að byggðarráð samþykki að Þorsteinn Sigurjónsson fái prókúru að reikningum Jarðasjóðs.  Undanfari beiðninnar er sá að í október 2015 kom Þorsteinn Sigurjónsson til fundar við byggðarráð, kynnti Jarðasjóð Vestur-Húnavatnssýslu og hugmyndir tengdar honum þar sem vilji var til að hleypa lífi í sjóðinn og veita lán til kaupa á jörðum.  Vegna ábendinga frá fasteignasala, sem þótti flækja hlutina að sjóðurinn væri rekinn á kennitölu sveitarfélagsins, var farið í að sækja um kennitölu fyrir sjóðinn.  Það var gert og fékk Jarðasjóður kennitöluna 560816-1540.  Árið 2016 var veitt lán úr sjóðnum og nú stendur til að veita lán til tveggja nýrra aðila en þá gerir Landsbankinn athugasemd við að hvergi sé til skjal um að Þorsteinn hafi prókúru fyrir sjóðinn.  Því sendir bankinn eyðublað til sveitarfélagsins þar sem óskað er eftir undirskrift um að Þorsteinn hafi prókúru.  Byggðarráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að undirrita. 
  7. 1803002 Bréf frá Sjávarborg og Selasetri Íslands lagt fram þar sem rekstraraðilar fara fram á að settar verði skýrari verklags- og umgengnisreglur um geymslu áburðarsekkja á Hvammstangahöfn. Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að gera drög að umgengnisreglum.
  8. 1803001  Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar Landssamtaka landeiganda á Íslandi, þar sem boðað er til fundar að Hótel Sögu þann 15. mars n.k.

 

Fundargerð upplesin og samþykkt.                           Fundi slitið kl: 08:46

Var efnið á síðunni hjálplegt?